Markmiðið að álverið verði vinnustaðurinn sem fólkið velur

Brasilíumaðurinn Fernando Costa tók í byrjun nóvember til starfa sem forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Segja má að hann sé fæddur inn í Alcoa, faðir hans vann fyrir fyrirtækið og Fernando hefur starfað innan samsteypunnar frá tvítugsaldri. Leið hans til Íslands lá um Bandaríkin en hann segist staðráðinn í að gera sem mest úr tækifærinu til að vinna hérlendis, sem aðeins gefist honum einu sinni.

Lesa meira

Níundi bekkur Nesskóla sýnir Kardemommubæinn

Níundi bekkur Nesskóla frumsýndi í gærkvöldi leikgerð sýna af Kardemommubænum. Hefð er að bekkurinn setji upp leikverk til að safna fyrir skólaferðalagi sínu. Leikverkið hefur verið aðlagað að stórum bekknum og má í því meðal annars finna fjóra ræningja.

Lesa meira

Námslöngun gæti kviknað á Kveikjudögum í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Allir þeir sem enn eru í vafa um hvað þá langar að læra, gera og verða í framtíðinni gætu notið góðs af því að reka inn nefið í Menntaskólann á Egilsstöðum (ME) næstu dægrin. Frá og með morgundeginum fara þar fram svokallaðir Kveikjudagar þar sem fólk getur kynnt sér hin og þessi menntunartækifæri bæði innanlands og utan.

Lesa meira

Góð byrjun á fjórða Austurland Freeride Festival

Nokkur fjöldi gesta hefur gert sig heimakominn á Eskifirði í tilefni af því að Austurland Freeride Festival 2024 hófst í dag en þetta er í fjórða skiptið sem hátíðin sú er haldin.

Lesa meira

Austfirðingagigg í Hafnarfirði: Eigum mikið af tónlistarfólki

Hljómsveitir og tónlistarfólk sem á það sameiginlegt að hafa alist upp á Austurlandi koma fram á sérstökum tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði á laugardagskvöld. Skipuleggjandi tónleikanna segir gaman að sjá að alltaf komi nýtt tónlistarfólk frá svæðinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.