Skíða lengd Everest í Stafdal um helgina
Börn og unglingar í Skíðafélagi Stafdals (SKÍS) hyggjast um helgina reyna að safna sér í ferðasjóð vegna Andrésar Andarleikana og gera það með þeim allsérstæða hætti að hvert og eitt þeirra mun skíða sem nemur lengd hæsta fjalls veraldar.
Gengið gegn stríðum á Egilsstöðum í dag
Tvær göngur og fundir hafa verið boðaðar gegn stríðsrekstri á Egilsstöðum í dag, annars vegar til samstöðu með Palestínu, hins vegar Úkraínu.Orð gegn orði hjá Guðmundi R.
Tónlistarmaðurinn Guðmundur R. Gíslason í Neskaupstað sendi á föstudag frá sér nýtt lag sem hann kallar „Orð gegn orði.“ Hann vann lagið með Árna Bergmann, raftónlistarmanni frá Hornafirði sem í dag starfar í Danmörku.Þrír Austfirðingar á Evrópumótinu í verkgreinum
Þrír Austfirðingar, þau Hlynur Karlsson, Irena Fönn Clemmensen og Patryk Slota tóku þátt í Evrópumóti iðn-, tækni- verkgreina eða Euroskills í Gdansk í Póllandi síðasta haust. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa hafið iðnnám sitt í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) en Patryk var sá eini sem lauk því þaðan og keppti undir merkjum skólans úti. Austurfrétt ræddi við Patryk og Irenu um keppnina.Helgin: Tónlist úr gæludýraleikföngum, mótmæli gegn stríði og tónleikar á Stöðvarfirði
Tónlistarunnendur geta valið að fara á tvöfaldan djasskokteil í Tónlistarmiðstöð Austurlands í stað þess að sitja heima yfir Söngvakeppninni annað kvöld. Á Stöðvarfirði verða tvennir tónleikar um helgina. Fyrirlestur er á Skriðuklaustri á konudaginn en á morgun er boðað til mótmæla gegn hernaðinum í Mið-Austurlöndum á Egilsstöðum.Klikkað skáld með djassívafi í Egilsstaðakirkju í kvöld
Fyrsti mars er mikilvæg dagsetning. Ekki vegna þess að þann dag kom út fyrsta símaskrá Íslands eða vegna þess að þann dag 1989 var fyrsta skipti hægt að kaupa bjór í landinu. Öllu frekar af því að þann dag, í kvöld nánar tiltekið, fer fram allra fyrsti viðburður nýstofnaðs Listunnendafélags Austurlands.