Hver er Austfirðingur ársins 2023?

Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu fyrir afrek á nýliðnu ári.

Lesa meira

Gæti ekki sett saman ferskeytlu þó lífið lægi við

Jón Knútur Ásmundsson, Norðfirðingur og upplýsingafulltrúi hjá Austurbrú, fékk í gær viðurkenningu fyrir tvö ljóð í ljóðasamkeppninni Ljóðstafur Jóns úr vör. Jón Knútur sækir yrkisefni ljóða sinna úr hversdagslegum aðstæðum fremur en til að mynda fegurðar austfirskrar náttúru, sem hann segist blindur á, hafandi alist upp með hana fyrir augunum. Ungar íslenskar skáldkonur, húmor þeirra og hæfileikar, urðu Jóni Knúti hvatning til ljóðagerðar.

Lesa meira

Lesendur fyrir austan á öðru máli en lesendur á landsvísu

Notendur Bókasafns Héraðsbúa fylgdu ekki meginstraumi bókasafnsnotenda á landsvísu á síðasta ári. Aðeins ein af vinsælustu bókunum hjá bókasöfnum á landsvísu nær inn á topp 10 yfir vinsælustu bækurnar á Bókasafni Héraðsbúa árið 2023. Sú bók er Reykjavík: glæpasaga eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson.

Lesa meira

Nóg af þorrablótum um að velja á Austurlandi

Ef matur á borð við súra hrútspunga, kæstan hákarl, rengi eða lundabagga er hátt skrifaður hjá Austfirðingum er aldeilis góð tíð í vændum. Ein fjórtán þorrablót og ein góugleði eru skipulögð í fjórðungnum þetta árið samkvæmt úttekt Austurfréttar.

Lesa meira

Erfið störf landpósta í máli og myndum að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði

Mikla athygli vakti í liðnum desember þegar göngugarpurinn Einar Skúlason ákvað að ganga frá Seyðisfirði til Akureyrar sömu leiðina og landpóstar fyrr á öldum þurftu að fara oft á hverju ári. Almennt fer lítið fyrir sögu landpóstanna hvers starf var vafalítið með þeim allra erfiðustu á erfiðum tímum. Áhugasamir geta kynnt sér hluta þeirrar sögu á ágætu litlu safni að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði.

Lesa meira

Austurland í morgunskímunni úr 35 þúsund feta hæð

Það þurfa allmörg púsl að falla á réttan stað til að ná svo magnaðri ljósmynd sem meðfylgjandi mynd er sannarlega en á henni má sjá hvorki fleiri né færri en átta þéttbýlisstaði á Austurlandi í morgunskímunni sjöunda dag janúarmánaðar 2024.

Lesa meira

Listaháskólanemar leita í smiðjur Seyðfirðinga

Þrettán manna hópur nema á þriðja ári í Listaháskóla Íslands hefur um tíma verið í sérstakri vinnustofuheimsókn á Seyðisfirði en þeirra heimsókn mun ljúka með opnun sérstakrar sýningar þeirra í Skaftfelli á föstudaginn kemur.

Lesa meira

Fengu fyrstu sveinsbréfin sem afhent hafa verið á Austurlandi

Þrettán nemendur í húsasmíði og sex nemendur í vélvirkjun í Verkmenntaskóla Austurlands fengu í síðasta mánuði formlega afhent sveinsbréf sín við hátíðlega athöfn en það var jafnframt í fyrsta skipti sem slík sveinsbréf eru afhent á Austurlandi.

Lesa meira

ME ríður á vaðið í Gettu betur í kvöld

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er með vinsælustu þáttum unga fólksins á Ríkisfjölmiðlinum. Margir aðrir fylgjast grannt og vel með líka og þar ekki síst keppendum úr þeim tveimur skólum Austurlands sem þátt taka hverju sinni. Þeir hinir sömu ættu að leggja við hlustir á lokaviðureign dagsins á Rás 2 í kvöld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.