18. janúar 2024
Erfið störf landpósta í máli og myndum að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði
Mikla athygli vakti í liðnum desember þegar göngugarpurinn Einar Skúlason ákvað að ganga frá Seyðisfirði til Akureyrar sömu leiðina og landpóstar fyrr á öldum þurftu að fara oft á hverju ári. Almennt fer lítið fyrir sögu landpóstanna hvers starf var vafalítið með þeim allra erfiðustu á erfiðum tímum. Áhugasamir geta kynnt sér hluta þeirrar sögu á ágætu litlu safni að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði.