Allar fréttir

Nýr meirihluti í Fjarðabyggð boðar aga í fjármálum

Skrifað var undir samkomulag um myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í dag. Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokks, verður áfram forseti bæjarstjórnar en Rangar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður formaður bæjarráðs. Aðhald í fjármálum, viðgerðir á íþróttahúsinu á Eskifirði og sérstakt félag utan um hafnir sveitarfélagsins eru meðal áhersluatriða í meirihlutasamkomulaginu.

Lesa meira

Hvalreki gerbreytti viðhorfi Norðmanna til mengunar sjávar

Viðhorf til rusls í hafinu hefur gerbreyst í Noregi síðan hval, fullan af plastpokum, rak þar á land fyrir sjö árum og gangskör verið gerð í hreinsun stranda. Þorri þeirra hluta sem fljóta um í sjónum virðast koma frá sjávarútvegi. Erindrekar frá norskum samtökum komu við á Stöðvarfirði síðasta sumar til að kanna stöðuna á Íslandi og tóku til hendinni þar í leiðinni.

Lesa meira

Enn á huldu hvaða hlutverki gamla kirkjan á Djúpavogi skal gegna

Köll hafa verið eftir því um nokkurra ára skeið að ákvörðun verði tekin um hvaða starfsemi skuli vera í gömlu kirkjunni á Djúpavogi í framtíðinni. Enn liggur það ekki fyrir og á meðan er ekki hægt að vinna að neinum endurbótum innandyra.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar