Allar fréttir
Nýr meirihluti í Fjarðabyggð boðar aga í fjármálum
Skrifað var undir samkomulag um myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í dag. Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokks, verður áfram forseti bæjarstjórnar en Rangar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður formaður bæjarráðs. Aðhald í fjármálum, viðgerðir á íþróttahúsinu á Eskifirði og sérstakt félag utan um hafnir sveitarfélagsins eru meðal áhersluatriða í meirihlutasamkomulaginu.Hvalreki gerbreytti viðhorfi Norðmanna til mengunar sjávar
Viðhorf til rusls í hafinu hefur gerbreyst í Noregi síðan hval, fullan af plastpokum, rak þar á land fyrir sjö árum og gangskör verið gerð í hreinsun stranda. Þorri þeirra hluta sem fljóta um í sjónum virðast koma frá sjávarútvegi. Erindrekar frá norskum samtökum komu við á Stöðvarfirði síðasta sumar til að kanna stöðuna á Íslandi og tóku til hendinni þar í leiðinni.Hitamælingar við borun á Djúpavogi koma ekki nógu vel út
Boranir eftir heitu vatni við Djúpavog af hálfu HEF-veitna hafa nú staðið yfir um eins og hálfs mánaðar skeið en síðustu hitamælingar sem gerðar voru um helgina komu ekki eins vel út og vonir stóðu til.
Oftast skýringar fyrir hendi þegar ókunnugt fólk nálgast börn
Lögreglan á Austurlandi telur ekki ástæðu til að halda áfram skoðun á atviki þar sem barni var boðið upp í bíl nýverið. Oftast liggja gildar skýringar að baki atvikum þótt rétt sé að láta lögreglu vita.Bogfimi: Fern verðlaun austur á Íslandsmóti unglinga
Ungmenni úr Skotíþróttafélagi Austurlands (SKAUST) fengu fern verðlaun á Íslandsmóti U-16 og U-18 ára sem haldið var fyrr í mánuðinum.Enn á huldu hvaða hlutverki gamla kirkjan á Djúpavogi skal gegna
Köll hafa verið eftir því um nokkurra ára skeið að ákvörðun verði tekin um hvaða starfsemi skuli vera í gömlu kirkjunni á Djúpavogi í framtíðinni. Enn liggur það ekki fyrir og á meðan er ekki hægt að vinna að neinum endurbótum innandyra.