Allar fréttir

Svisslendingar byggja snjóflóðavarnagarð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði svissneska verktakafyrirtækisins Mair Wilfried GmbH í smíði stoðvirkja vegna ofanflóðavarnar í Tröllagili í Norðfirði.

Lesa meira

Hóta að aflífa hreindýrskálfinn

Umhverfisstofnun hefur hótað að aflífa hreindýrskálfinn Líf sæki uppalendur hans á Sléttu í Reyðarfirði ekki um leyfi umhverfisráðherra til að halda honum.

 

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Austurgluggi þessarar viku ber sterkan keim af komandi kosningum eins og vera ber og frambjóðendur upplýsa lesendur um áherslur sínar. Meðal annars efnis má nefna að Jón Knútur Ásmundsson skrifar í samfélagsspegli Austurgluggans um kvikmyndina Draumalandið og Gunnar Gunnarsson veltir fyrir sér ,,austfirskum“ stjórnmálamönnum og frambjóðendum. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum fjórðungsins.

gs291057.jpg

Ráðið í sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli

Yfir 550 umsóknir bárust um auglýst sumarstörf hjá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ráðið verður í um sextíu tímabundar stöður framleiðslustarfsmanna og iðnaðarmanna í sumar. Umsóknarfrestur rann út 14. apríl síðastliðinn, en ráðið verður í störfin á næstu vikum. Umsóknir bárust alls staðar að af landinu og flestar af höfuðborgarsvæðinu. Hluti sumarstarfsmanna hefur störf 1. maí en flestir munu hefja störf 1. júní næstkomandi og starfa út ágústmánuð.

 Um 450 manns starfa hjá Alcoa Fjarðaáli og um 250-300 manns til viðbótar við störf nátengd álverinu á álverssvæðinu.

2009_jobs.jpg

Lesa meira

Deilt um loftnet og rafmengun

Áhrif fjarskiptamastra á Selhæð og Brúarásskóla og rafmengun í fjárhúsum hefur talsvert verið rædd á Fljótsdalshéraði undanfarna mánuði.

 

Lesa meira

Fjarðabyggð efst í deildarbikarnum

Fjarðabyggð er efst í B riðli 2. deildar karla í Lengjubikarnum, svokölluðum Austurlandsriðli. Höttur er í 2. sæti og á leik til góða.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar