Allar fréttir

Björgvin Valur vill 5.-6. sæti hjá Samfylkingu í Reykjavík

Björgvin Valur Guðmundsson býður sig fram í 5.- 6. sæti í Reykjavík. Hann segist í tilkynningu hafa ákveðið að gefa kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. „Þrátt fyrir að vera búsettur á Stöðvarfirði býð ég mig fram í Reykjavík og vil með því undirstrika nauðsyn þess að allt landið verði eitt kjördæmi," segir Björgvin Valur.

bjrgvin_valur_gumundsson.jpg

Lesa meira

Flokkarnir og lýðræðið

Pétur Guðvarðsson skrifar:   Stundum er því haldið fram að ríkisstjórnin hafi Alþingi í vasanum, að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina, hún ráði öllu, af því að Alþingi samþykkir allt sem ríkisstjórnin leggur fyrir það.  

Lesa meira

Starfsmenn Grunnskóla Eskifjarðar styðja yfirlækni

Ályktun starfsfólks Grunnskólans á Eskifirði samþykkt á fundi 18. febrúar.

Starfsfólk Grunnskólans á Eskifirði lýsir stuðningi við Hannes Sigmarsson yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og harmar þá stöðu sem komin er upp í samskiptum hans við yfirstjórn HSA.

Lesa meira

Kristján Þór sækist eftir 1. sæti

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér 1. sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Kristján Þór skipaði 1. sæti á lista flokksins í kosningunum 2007.

kristjn_r_jlusson.jpg

Austurland og ESB

Málþing á vegum Tengslanets austfirskra kvenna um kosti og galla ESB-aðildar Íslands verður haldið á Hótel Héraði, Egilsstöðum kl. 14-17 nú á laugardag. Ýmsum hliðum aðildar verður velt upp og skoðað hvaða áhrif hún myndi hafa á Austurland. Málþingið er öllum opið.

evrpusambandi.jpg

Lesa meira

Erna keppir með skíðalandsliði fatlaðra í USA

Erna Friðriksdóttir frá Egilsstöðum er nú við æfingar og keppni í Winter Park í Colorado en hún kom fyrst á námskeið IF og VMÍ árið 2000. Hún fékk mikinn áhuga á skíðum, fékk stuðning til að kaupa skíðasleða og faðir hennar lærði á skíði til að geta fylgt henni eftir.  Erna hefur nú náð þeim árangri að hún æfir og keppir með landsliði USA í Winter Park en samstarf ÍF, VMÍ og NSCD í Winter Park felst m.a. í að aðstoða  fatlað íslenskt skíðafólk sem vill æfa erlendis.

erna_fririksdttir2vefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar