Allar fréttir

Og hvað svo?

Ásta Hafberg Sigmundsdóttir skrifar:     Eftir lestur um hugmyndir að atvinnuuppbygginu í landinu get ég bara ekki orða bundist. Ríkið ætlar að skaffa 4000 störf á árinu, sem er nú bara gott og blessað. Þetta eru störf í byggingariðnaði, gróðrabelta gerð og svo listamannalaun fyrir 180 manns ásamt öðru. Alls ekkert út á þetta að setja og hið besta mál....sem skammtímalausn á þeim vanda sem blasir við okkur í dag.sta_hafberg_sigmundsdttir.jpg

Lesa meira

Bikarmót SKÍ í Oddsskarði

Bikarmót Skíðasambands Íslands í flokki 13 til 14 ára verður haldið í Oddsskarði á laugardag og sunnudag.  Veðurútlit er með ágætum. Mótið er skipulagt af Skíðafélagi Fjarðabyggðar og fjórir af hátt í níutíu keppendum úr Fjarðabyggð. Keppendur koma af öllu landinu. Nánari upplýsingar um mótstilhögun fást á vefsíðunni www.oddsskard.is.

oddsskard_feb_2008_098.jpg

Lesa meira

700IS vika framundan

Hátíðin 700IS hreindýraland.is var formlega opnuð í gærkvöld í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Ávörp fluttu Þórunn Hjartardóttir, verkefnisstjóri hátíðarinnar, Karen Erla Erlingsdóttir, menningar- og frístundafulltrúa Fljótsdalshéraðs og Áslaug Thorlacius, formaður SÍM og myndlistarmaður og opnaði hún sýninguna. Sýndar eru sjö myndbandsinnsetningar í Sláturhúsinu og óhætt að segja að þær eru forvitnilegar og gjörólíkar innbyrðis. Kristín Scheving er sem fyrr framkvæmdastjóri hátíðarinnar og upphafsmaður hennar. Karen Erla færði henni sérstakar þakkir fyrir ferskt og áhrifaríkt framlag til menningarstarfs í þágu sveitarfélagsins.

 

hreindýraland

Lesa meira

Ásta Hafberg í fyrsta sæti hjá Frjálslynda flokknum í NA

Kjördæmisráð Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi hefur lokið við framboðslista sinn fyrir komandi kosningar. Fyrsta sæti listans skipar Ásta Hafberg Sigmundsdóttir verkefnastjóri á Fáskrúðsfirði og Axel Yngvason verkamaður á Kópaskeri skipar annað sætið. Kári Þór Sigríðarson búfræðingur frá Akureyri er í þriðja sæti og Eiríkur Guðmundsson nemi á Djúpavogi í því fjórða.

frjlslyndi_flokkurinn_vefur.gif

 

Lesa meira

Staðfestur listi Sjálfstæðisflokksins

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti í dag tillögu kjörnefndar um framboðslista flokksins í kjördæminu við þingkosningar í vor.

 

Lesa meira

700IS Hreindýraland hefst á morgun

Alþjóðlega kvikmynda- og myndbandshátíðin 700IS Hreindýraland opnar annað kvöld með pomp og prakt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
700IS hverfist í ár um myndbandsinnsetningar átta listamanna. Fjórir gestasýningarstjórar frá svipuðum hátíðum eru einnig komnir á svæðið og sýna verk sín.
Sjá nánar á vefnum www.700.is. Hér í framhaldinu er birt dagskrá hátíðarinnar.

700is_juliesparsdamkjaer.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar