Allar fréttir

Þuríður sækist eftir öðru sæti í NA-kjördæmi

Þuríður Backman, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig  fram í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Í síðustu alþingiskosningum var Þuríður í 2. sæti.

490103a.jpg

Lesa meira

Spænskar kvikmyndir hjá ÞNA

Kvikmyndaklúbbinn Cine Club Latino, í samstarfi við Þekkingarnet Austurlands, býður upp á kvikmyndasýningar á þriðjudögum á vormisseri 2009. Cine Club Latino er óformlegur félagsskapur sem rekinn er í tengslum við kennslu í spænsku við deild erlendra tungumála á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Allar myndir eru með enskum texta. b_150_100_16777215_0_-perros.jpg

Lesa meira

Golfiðkun undir þaki í Fellabæ

Um hundrað manns mættu í Golfsmiðjuna í Fellabæ sem opnuðu á laugardag í húsnæði gömlu Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, en þar hefur verið opnuð glæsileg golfaðstaða fyrir unga jafnt sem aldna. Boðið var upp á kaffi og vöfflur auk bakkelsis frá Fellabakaríi í tilefni dagsins. Þeir Gunnlaugur óg Ágúst Bogasynir leggja til húsnæðið. Golfáhugafólk tekur þessari glæsilegu aðstöðu vísast fagnandi nú þegar harðskafi liggur yfir útivöllunum.

golfheimar_0211.jpg

Lesa meira

Austurglugginn fagnar ársafmæli

Nú er eitt ár liðið frá því að fréttavefurinn austurglugginn.is fór fyrst í loftið. Skrifaðar hafa verið yfir sjö hundruð fréttir á vefinn á þessu tímabili. Hann hefur sótt í sig veðrið jafnt og þétt og nú eru um 800 flettingar að jafnaði daglega og fara á stundum yfir þúsundið. Vefnum er eins og fréttablaðinu Austurglugganum ritstýrt af Steinunni Ásmundsdóttur. Einnig skrifa fréttir á vefinn þau Gunnar Gunnarsson, Fljótsdælingur við nám í Reykjavík og Áslaug Lárusdóttir í Neskaupstað. Austurglugginn mun kappkosta að þjónusta lesendur sína með fréttum og fróðleik og hvetur til daglegs innlits. Það er alltaf eitthvað áhugavert í gangi á vefnum! Jafnframt er fólki bent á myndasafn vefsins undir flipanum myndir. Þar er fjöldi mynda af daglegu lífi og sérstökum viðburðum í fjórðungnum.

lb000191.jpg

Kreppulausir Álfheimar

Ferðaþjónustan Álfheimar hefur ákveðið að ráðast í frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra og segir kreppu stríð á hendur.

borgarfjrur8_vefur.jpg

Lesa meira

Arnbjörg í 2. sæti Norðaustur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks

Tilkynning frá Arnbjörgu Sveinsdóttur um framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi:

Ég  hef ákveðið að bjóða mig fram til 2. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Fyrir síðustu Alþingiskosningar fór fram fjölmennt prófkjör meðal sjálfstæðismanna í kjördæminu þar sem ég hlaut örugga kosningu í annað sætið.

arnbjrg_vefur.jpg

Lesa meira

Nýr vettvangur fyrir fólk í atvinnuleit

Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit verður opnuð á Egilsstöðum 12. febrúar. Að rekstri hennar koma Fljótsdalshérað, Þekkingarnet Austurlands, Rauði krossinn, Vinnumálastofnun Austurlandi, Austurnet, AFL Starfsgreinafélag og VR, auk fleiri aðila. 375 eru nú á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun Austurlandi.

atvinnul.aus.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar