Allar fréttir
LungA var ævintýrið sem mótaði manneskju
Björt Sigfinnsdóttir var á táningsaldri á Seyðisfirði þegar hún barði hnefanum í eldhúsborðið á æsku heimilinu og vildi burt af staðnum hið fyrsta. Þar væri ekki nóg fyrir hana að gera og bærinn „skítapleis.“ Móðir hennar, Aðalheiður Borgþórsdóttir, fór heldur óhefðbundna og um leið merkilega leið til að friða dótturina; þær komu sér saman um, að stofna til listaveislunnar LungA. Hún gekk frá árinu 2000 þar til í sumar.Laxeldi Kaldvíkur hlýtur virta umhverfisvottun
Fiskeldisfyrirtækið Kaldvík, áður Ice Fish Farm, hlaut í liðnum mánuði svokallaða ASC-umhverfisvottun fyrir allar sínar eldisstöðvar á Austurlandi. Sú vottun er til marks um sjálfbærni, ábyrgð og gæði í framleiðslu fyrirtækisins.
Ýmsar tengingar austur í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks
Markvörður, þjálfari og sóknarmaður í liði nýkrýndra Íslandsmeistara kvenna í knattspyrnu, Breiðabliks, eiga allir sterkar tengingar við Austfirði. Einn þeirra virðist sannarlega hafa skráð sig í sögubækurnar.Telur tímaspursmál hvenær alvarleg slys verða að Sólvöllum í Breiðdalsvík
Elís Pétur Elísson, framkvæmdastjóri Goðaborgar á Breiðdalsvík, telur brýnt að Fjarðabyggð geri sem fyrst skipulagsbreytingar á lóðum í og við Sólvelli í bænum og óttast að þar verði alvarleg slys fyrr en síðar ef ekkert verður að gert.