Allar fréttir

Múlaþing í stöðugum vexti vegna skemmtiferðaskipa en blikur á lofti vegna tollfrelsis

Sumarið hefur reynst afar farsælt fyrir hafnir Múlaþings og nærsamfélagið, þar sem mikill vöxtur og þróun hefur átt sér stað á Seyðisfirði, Borgarfirði eystri og Djúpavogi. Með stöðugri fjölgun í komum skemmtiferðaskipa halda hafnirnar áfram að þróast og bæta aðstöðu með sjálfbærni viðskiptanna og hagsmuni samfélagsins í fyrirrúmi. Töluvert hefur verið lagt í framkvæmdir og undirbúning fyrir næstu ár.

Lesa meira

Sjá fyrir þörf á 13% meiri raforku á Austurlandi fram til 2050

Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir að 13% meiri raforku þurfi inn á Austurland fyrir árið 2050. Ekki er spáð aukningu á raforku til stóriðju á tímabilinu en orka fyrir mögulega rafeldsneytisverksmiðju á Reyðarfirði er utan við þessar tölur.

Lesa meira

Flytja súkkulaði og kaffi frá Ekvador inn til Reyðarfjarðar

Reyðfirðingarnir Daði Páll Þorvaldsson og Lupe Alexandra Luzuriaga Calle hófu nýverið innflutningi á bæði súkkulaði og kaffi frá Ekvador, fæðingarlandi Lupe. Þau segja miklar hefðir í kringum súkkulaðið sem sé þar drukkið eins og Íslendingar drekka kaffi.

Lesa meira

Halda fyrsta aðalfund Eiðavina um fimm ára skeið

Hollvinafélagið Eiðavinir sem hafa það á stefnuskránni helst að hefja þetta gamla skólasetur til vegs og virðingar á ný hefur auglýst sinn fyrsta aðalfund síðan árið 2019. Þar skal meðal annars ræða breytta stefnuskrá félagsins.

Lesa meira

Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða semja um samstarf

Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða undirrituðu í dag nýjan þriggja ára samning um samstarf og vinnu við lífsstílstengdar forvarnir og fræðslu í sveitarfélaginu. Samningurinn felur í sér að sveitarfélagið styrkir félagið um 1,5 milljónir króna á næstu þremur árum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar