Heimatilbúin túrbína frá Sauðárkróki, notaðar ódýrar lagnir úr Öxarfirði og stór hópur sjálfboðaliða sem gáfu tíma og vinnu með hléum um hartnær þriggja ára skeið. Fyrir vikið verða mannvirki Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppstöðum í Loðmundarfirði öll upphituð héðan í frá.
Fjöldi íbúða á Austurlandi á árinu sem annaðhvort eru þegar byggðar eða á einhverju stigi í byggingu eða bein áform er um telur 165 samkvæmt nýjasta mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem birt var í gær.
Viðsnúningur hefur orðið í búsetu í dreifbýli víða á Norðurlöndunum eftir Covid-faraldurinn. Aðgangur að grunnþjónustu og félagsleg tengsl skipta miklu máli þegar fólk velur sér búsetu.
Umboðsmaður Alþingis telur ekki lagaheimildir til að hann hafi afskipti af gjaldtöku Isavia Innanlandsflugvalla af bílastæðum við flugvöllinn á Egilsstöðum.
Sökum plássleysis í byrjun skólaársins í leikskólanum Bjarkatúni tókst ekki að veita þremur börnum á Djúpavogi leikskólapláss en með samhentu átaki hefur tekist að skapa rúm fyrir öll þrjú börnin frá og með næstu áramótum. Skólinn verður fullsetinn allt næsta ár.