Það er heldur óvanalegt að koma að litlu gistiheimili og tjaldsvæði í fámennum austfirskum firði og komast að því að innandyra er þessi aldeilis fíni veitingastaður þó lítill sé og þar í eldhúsinu þaulvanur erlendur kokkur sem lærði fagið í einhverjum besta kokkaskóla Austurríkis.
Vígsludagskrá sem far átti fram í dag á endurbættum knattspyrnuvelli í Neskaupstað hefur verið frestað vegna banaslyssins á Vesturöræfum í gær. Leikur KFA og Hattar/Hugins verður í staðinn leikinn í Fjarðabyggðarhöllinni.
Búið er að veiða rúman helming þess makrílkvóta sem til ráðstöfunar er í ár. Mest af þeim afla hefur fengist innan íslensku lögsögunnar. Á Fáskrúðsfirði kom Hoffellið til hafnar með um 800 tonn í gær.
Elís Pétur Elísson, útgerðarmaður hjá Goðaborg og Gullrúnu á Breiðdalsvík segir sértækan byggðakvóta tryggja 25 heilsársstörf sem aftur tryggja þjónustu og afþreyingu á staðnum.
Sverre Andreas Jakobsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, er forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá Arion á Norður- og Austurlandi. Arion bætir í þjónustu sína í fjórðungnum í lok mánaðarins þegar tryggingafélagið bætist við í útibúi bankans á Egilsstöðum.
Fornleifafræðingarnir, sem starfa við uppgröftinn á landnámsbænum Firði í Seyðisfirði, hafa gert þrívíddarlíkan af dularfullu leikfangadýri frá landnámsöld sem fannst þar í byrjun síðustu viku.