Íslandsmeistaramót Skotíþróttasambands Íslands í klasaskotfimi var haldið á skotsvæði Skotfélags Austurlands (SKAUST) á Eyvindarárdal um síðustu helgi. Þetta er annað árið í röð sem SKAUST heldur Íslandsmótið.
Mark Rohtmaa-Jackson lauk í vor fyrsta ári sínu sem skólastjóri LungA lýðháskólans á Seyðisfirði, en hann tók við starfinu í október í fyrra. Mark hafði áður verið sýningarstjóri IMT nýlistagallerísins í London frá árinu 2005 og segist kunna vel við sig á Seyðisfirði.
Birna Jóna Sverrisdóttir, frjálsíþróttakona frá Egilsstöðum, kastaði tæpa 47 metra á Norðurlandamóti U-20 ára sem haldið var í Kaupmannahöfn um síðustu helgi.
Enn liggur ekki fyrir hvort og hvaða áhrif aukinn kostnaður framkvæmda við Hornafjarðarfljót hefur á fyrirætlanir um lagningu nýs vegar yfir Öxi. Bókfærður kostnaður við fljótið nálgast nú upphaflega kostnaðaráætlun en staðan lagast miðað við uppfærða samgönguáætlun.
Stofnstærð villta Atlantshafslaxins er um þriðjungur af því sem hún var fyrir um fjörutíu árum, þrátt fyrir að veiðar á honum hafi minnkað. Sérfræðingur segir margt vitað um líferni fisksins í ferskvatni en takmarkað hvað taki við í sjónum. Á Vopnafirði er skógur ræktaður til að bæta búsetuskilyrði laxins.
Emma Hawkins og Samantha Smith, sem samanlagt hafa skorað um 40 mörk fyrir FHL í fyrstu deild kvenna í sumar, eru báðar á leið frá félaginu. Liðið tryggði sér um síðustu helgi sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur óskað eftir samtali við umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra um að ríkið styrki rekstur fjarvarmaveita á köldum svæðum. Formaður ráðsins segir rekstur þeirra þyngjast sífellt með dýrari og ótryggari orku.