Allar fréttir
„Árin þrjú hafa gert mig að grjóthörðum stuðningsmanni Hattar“
Körfuknattleiksþjálfarinn Einar Árni Jóhannsson hefur yfirgefið Hött eftir þriggja ára starf sem annar tveggja þjálfara meistaraflokks og yfirþjálfari yngri flokka. Á þessum tíma hefur meistaraflokknum tekist að halda sér í úrvalsdeild karla og komast í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið í sögu félagsins auk þess sem fjöldi yngri iðkenda hefur tvöfaldast.Uppselt að verða á Bræðsluna sem endranær
Hafa þarf hraðar hendur ef fólk vill tryggja sér miða á Bræðslutónleika þessa árs sem fram fara á sínum hefðbundna stað á Borgarfirði eystri á laugardaginn kemur. Aðeins örfáir miðar eru óseldir en fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna Bræðslutónleika sem ekki seldust upp.
Fallast ekki á vegtengingu frá frístundabyggð við Hafrafell inn á Hringveginn
Bæði Vegagerðin og umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings setja sig gegn þeim óskum eigenda landsins Hafrafells í Fellum að tengja frístundabyggð þar beint við Hringveginn.