Allar fréttir

Austurland greiðir hæstu veiðigjöldin

Austurland greiðir hæstu veiðigjöld einstakra landshluta, 23% af heildinni eða um 2,33 milljarða króna fyrir árið 2023. Þetta er annað árið í röð sem hæstu veiðigjöldin koma úr Austfirðingafjórðungi.

Lesa meira

Nýtt mastur rís að Eiðum

Nýtt mastur mun að öllum líkindum rísa að Eiðum innan tíðar en það þó öllu lægra en Eiðamastrið fræga sem fellt var fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan.

Lesa meira

Uppselt að verða á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum

Engum dylst sem ekið hefur framhjá tjaldsvæðinu á Egilsstöðum síðustu dagana að þar eru stæðin orðin vel troðin en þó ekki alveg orðið uppselt. Sterkar líkur eru á að það verði raunin síðar í vikunni.

Lesa meira

Skoða að færa tónleikana út í góða veðrið

Tónlistarfólkið Soffía Björg Óðinsdóttir og Pétur Ben. eru saman á ferð um landið en þau vinna hvort að sinni plötunni. Egilsstaðir eru viðkomustaður þeirra í kvöld og til skoðunar er að halda tónleikana utandyra enda yfir 20 stiga hiti á svæðinu.

Lesa meira

Guðrún Þorkelsdóttir sett á söluskrá

Stjórnendur útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði hafa ákveðið að skrá uppsjávarveiðiskipið Guðrúnu Þorkelsdóttur á söluskrá. Minnkandi kvóti í makríl og loðnubrestur eru stærstu orsakavaldarnir.

Lesa meira

Góð makrílveiði í gær

Makrílveiðin miðja vegu milli Íslands og Færeyja, þar sem íslensku skipin hafa verið við veiðar undanfarna viku, glæddist í gær. Fiskurinn sem veiðist er stór en í honum mikil áta.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar