Allar fréttir
Allir farþegar Norrænu í sóttkví
Allir farþegar Norrænu sem koma með ferjunni á fimmtudag verða að fara í 5 eða 14 daga sóttkví. Nýjar og hertar reglur um COVID taka gildi á miðnætti. Farþegar sem koma til Íslands frá og með 19. ágúst geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis tekur gildi á miðnætti.
Strandveiðar stöðvaðar á fimmtudag
Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að stöðva strandveiðar við landið frá og með fimmtudeginum.