Stjórn AFLs starfsgreinasambands segir gagnrýni á miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) fyrir að vilja ekki seinka kjarasamningshækkunum né skerða mótframlag í lífeyrissjóði ósanngjarna því miðstjórnin hafi ekki heimild til þess. Hörð gagnrýni er sett á fyrrum varaforseta sambandsins fyrir að styðja slíkar aðgerðir.
Ferðaþjónustuaðilar í Fljótsdal og Ungmennafélagið Þristur, með stuðningi Fljótsdalshrepps, hafa tekið saman höndum um að efna til páskaeggjaleitar í dag. Vítt er til veggja í dalnum og þannig er tryggt að reglum um samskiptafjarlægð verði virtar.
Á vegum Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Íslenskrar erfðagreiningar er verið að undirbúa skimun til að kanna útbreiðslu covid-19 veirunnar. Vonast er til að hægt verði að hefja skimunina á næstu dögum.
Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, er meðal þeirra sem staðið hafa í eldlínunni austanlands í baráttunni gegn covid-19 veirunni. Stofnunin hefur nú tekið höndum saman við Íslenska erfðagreiningu um að hefja á næstu dögum skimun fyrir útbreiðslu veirunnar í fjórðungnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón og Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins mætast en fyrsta skiptið var á körfuboltavellinum.
Grásleppuvertíðin hefur farið þokkalega af stað að sögn útgerðarmanns á Borgarfirði eystra. Verðhrun á fiskmörkuðum hefur ekki enn komið niður á verðmæti hrogna en vandræði eru að selja fiskinn sjálfan.