Allar fréttir
Líklegt að kuldatíðin hafi hoggið skarð í nýliðun ýmissa fugla
Hætt er við að kuldahretið austanlands frá því um síðustu helgi hafi mjög neikvæð áhrif á margar fuglategundir en sú staða verður þó ekki ljós að fullu fyrr en hretinu lýkur að sögn fuglafræðings.
Stórafmælishátíð Egilsstaðakirkju afrakstur margra yfir langt tímabil
Stór hópur fólks hefur unnið sleitulítið að því síðan í haust að undirbúa hálfrar aldar afmæli Egilsstaðakirkju sem verður formlega haldið þann 16. júní næstkomandi með viðamikilli hátíðarguðþjónustu. Afmælisveislan byrjar þó óformlega strax á laugardaginn kemur í Sláturhúsi bæjarins.
Íhuga þrjár varmadæluleiðir fyrir Seyðisfjörð
Af hálfu HEF-veitna er nú verið að rýna í hvað framtíðarorkuverð gæti orðið fyrir fjarvarmaveitur auk þess sem verið er að kanna hvort Orkustofnun geti fjármagnað hluta varmadæluvæðingar fyrir Seyðfirðinga.
Einstök myndlistarsýning í Löngubúð
Bræður hennar, Ríkharður og Finnur, náðu báðir miklum frama í listheiminum en Anna Jónsdóttir Thorlacius gaf þeim lítt eftir í listsköpun sinni þó minna færi fyrir. Þvert á móti eru verk hennar af náttúru og landslagi úr ullarkembum nánast einstakt fyrirbæri.