Allar fréttir

Var þetta bara misskilningur?

Þann 20.febrúar 2020 fylgdust margir íbúar með bæjarstjórnarfundi í Fjarðabyggð, ýmist á bæjarskrifstofunni eða í beinni útsendingu á netinu. Á fundinum var lögð fram bókun bæjarstjórnar þar sem fram kom meðal annars að bæjarfulltrúar væru sammála um að tryggja sundkennslu nemenda á Reyðarfirði fyrir vorönnina 2020. Þá var bókað að áætlað er að halda íbúafund á Reyðarfirði þann 5. mars nk. þar sem vinna skuli að uppbyggingu og framtíðarsýn íþróttamannvirkja á Reyðarfirði og þar á sérstaklega að horfa til aðstöðu til sundkennslu.

Lesa meira

Um mögulega Geitdalsárvirkjun

Hér á Austurfrétt var nýlega birt grein um mögulega virkjun Geitdalsár. Greinarhöfundur virðist andsnúinn hugmyndum um virkjunina og jafnframt þátttöku einkaaðila í raforkuframleiðslu. Gott og vel. Í greininni er hins vegar að finna aragrúa rangfærslna og aðdróttana sem snúa að fyrirtækinu Arctic Hydro og verkefninu. Helstu rangfærslur greinarinnar verða hér leiðréttar í þágu heilbrigðrar umræðu um málefnið.

Lesa meira

„HSA hefur fært víglínu íslenskrar heilbrigðisþjónustu fram“

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, er ánægð með samstarfssamning um innleiðingu jákvæðrar heilsu sem Heilbrigðisstofnun Austurlands verður fyrst íslenskra heilbrigðisstofnana til að innleiða. Fulltrúar HSA, þriggja sveitarfélaga á Austurlandi og Institute for Positive Health skrifuðu undir samstarfssamning þess efnis í heilbrigðisráðuneytinu í dag.

Lesa meira

Ekki verið að ákveða að loka sundlauginni til frambúðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að skoða málefni sundlaugarinnar á Reyðarfirði heildstætt í tengslum við frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja á staðnum. Á meðan þarf að keyra skólabörnum annað í sundkennslu. Foreldrar á Reyðarfirði mótmæla þeirri ráðstöfun og bæjarfulltrúar minnihlutans gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang í málinu.

Lesa meira

Körfubolti: Frábær varnarleikur lykillinn að sigri í toppslag - Myndir

Höttur og Hamar munu að líkindum leika úrslitaleik um hvort liðið spilar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á ári. Línurnar skýrðust þegar Höttur vann þriðja liðið í toppbaráttu fyrstu deildar 93-81 á Egilsstöðum í gærkvöldi. Þjálfari liðsins segir það hafa spilað frábæran varnarleik.

Lesa meira

„Mikilvægast að vita hvað skiptir einstaklinginn mestu máli þessa stundina í lífi hans“

Framkvæmdastjóri Institute for Positive Health (IPH) í Hollandi segist vona að innleiðin hugmyndafræði stofnunarinnar um jákvæða heilsu hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) eigi eftir að ganga vel og verða öðrum íslenskum heilbrigðisstofnunum til eftirbreytni. Um leið efli hún samstarf Íslands og Hollands í heilbrigðismálum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar