Allar fréttir
Afhendingu Eyrarrósarinnar aflýst
Hætt hefur verið við fyrirhugaða afhendingu Eyrarósarinnar, viðurkenningar fyrir framúrskarandi menningarstarfs á landsbyggðinni, sem fara átti fram á Seyðisfirði vegna veðurspár.Köld splunkuný tónlistarhátíð í Neskaupstað
Tónlistarhátíðin Köld verður haldin í Neskaupstað 20-23.febrúar. Hátíðin er bætist við blómlega flóru tónlistarhátíða á Austurlandi en sú eina sem fer fram í svartasta skammdeginu. Á hverju ári mun hátíðin í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands heiðra austfirskan tónlistarmann fyrir starf sitt.Þriðji loðnuleitarleiðangurinn hefst á mánudag
Árni Friðriksson, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, er væntanlegt til hafnar í kvöld eða fyrramálið en skipið hefur síðustu daga skoðað loðnugöngu úti fyrir Austfjörðum. Kraftur verður settur í loðnuleit í næstu viku.Jarðfræðingur telur að vandasamt geti reynst að grafa göng undir Fjarðarheiði
Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur, óttast að aðstæður til jarðgangagerðar undir Fjarðarheiði geti um margt verið líkar aðstæðum í Vaðlaheiði. Það breyti því ekki að gerlegt sé að gera göng þar en geti kostað lengri tíma og fé.Stendur ekki til að draga úr framleiðslu hjá Fjarðaáli
Alcoa Fjarðaál hyggst halda sínu striki í framleiðslu áls þótt verð á mörkuðum flæki reksturinn. Reynt hefur verið að draga saman í kostnaði til að bregðast við stöðunni.Milljarður rís: „Kastljósinu í ár beint að stafrænu ofbeldi gegn konum“
Dansbyltingin Milljarður rís fer fram 14. febrúar klukkan 12.15-13.00. Þetta er í áttunda sinn sem UN Women á Íslandi heldur viðburðurinn hér á landi. Á Austurlandi verður dansað á fjórum stöðum, Egilstöðum, Djúpavogi, Neskaupstað og Seyðisfirði.