Anna Vilhjálmsdóttir kennari ólst upp á Brekku í Mjóafirði. Hún upplifði spennandi og fjöruga æsku og alltaf til í að prófa að takast á við ný ævintýri. Nýverið setti hún kennaraskóna á hilluna eftir yfir 40 ár í starfi sem handavinnukennari.
Jesús Maria Montero Romero, leikmaður karlaliðs Þróttar Neskaupstað í blaki gerði sér lítið fyrir og var kosinn Herra Katalónía um þar síðustu helgi. Hann ætlaði að skjótast til Spánar til að taka þátt í undakeppni fyrir keppnina Herra Katalónía en ferðin reyndist mikið ævintýri.
Stefnt er að því að niðurgreiðsla hefjist á innanlandsflugi fyrir íbúa á svæðum hefjist þann 1. september næstkomandi. Framkvæmdastjóri Austurbrúar er meðal þeirra sem sæti eiga í verkefnishópi sem ætlað er að útfæra niðurgreiðsluna.
Forstjóri Íslandspósts telur ósanngjarnt að útgefendur héraðsfréttablaða beini spjótum sínum að fyrirtækinu fyrir ákvörðun þess að afnema sérstaka gjaldskrá um dreifingu blaða- og tímarita. Ákvörðunin hafi verið tekin algjörlega á viðskiptalegum forsendum og út frá samkeppnissjónarmiðum.
Hamar úr Hveragerði, Breiðablik úr Kópavogi og Höttur eru öll í hnapp á toppi fyrstu deildar karla eftir að Hamar lagði Hött 70-75 á Egilsstöðum í gærkvöldi. Þjálfari Hattar segir leikinn í gær hafa verið vel spilaða viðureign tveggja öflugra liða.
Erfiðleikar við að verka hákarl að undanförnu gætu leitt til skorts þegar líður á þorra. Verkunin er vandasöm og erfitt að segja með vissu hvað veldur því að hákarlinn skemmist.