Allar fréttir

Íbúar ætla að mótmæla sölu Rafveitu Reyðarfjarðar

Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vill ekki staðfesta hvað sé á dagskrá fundar bæjarstjórnar í dag undir lið um Rafveitu Reyðarfjarðar. Íbúar óttast að verið sé að selja Rafveituna og hafa boðað komu sína á fundinn til að mótmæla því.

Lesa meira

Töluvert tjón á Blábjörgum á Borgarfirði eystra

Sjávarflóð olli töluverðu tjóni á húsnæði gistihússins Blábjarga á Borgarfirði eystra um hálf tvö leytið í dag. Þar flæddi inn í íbúð sem leigð er út til ferðafólks auk þess sem heitir pottar fóru á flakk. 

Lesa meira

Meta aðstæður á Hryggstekk

Vinnuflokkur frá Landsneti er á leið að tengivirki við bæinn Hryggstekk í Skriðdal. Varaafl er keyrt á nokkrum stöðum.

Lesa meira

Gott að hlæja í jólastressinu

Pínulitla aðventugrínhátíðin verður haldin í Neskaupstað í fyrsta sinn um helgina. Skipuleggjandi segir markmiðið að halda hátíð sem verði aldrei stór en létti fólki lundina í jólastressinu.

Lesa meira

Vegir áfram lokaðir

Útlit er fyrir að helstu leiðir út frá Austurlandi sem og fjallvegir í fjórðungnum verði lokaðir áfram fram til kvölds. Stöðugleiki er að komast á rafmagn í fjórðungnum. Vindmælir í Hamarsfirði virðist hafa gefið upp öndina í átökunum í morgun.

Lesa meira

Ekki mikill snjór á fjallvegunum

Allar helstu leiðir á Austurlandi eru nú opnar eftir að hafa verið lokaðar vegna veðurs í gær. Almennt hefur gengið vel að ryðja vegina enda ekki mikill snjór á þeim.

Lesa meira

Rafmagn komið á allt Austurland

Dreifikerfi Landsnets virkar orðið eðlilega á öllu Austurlandi og er rafmagn ýmis komið á, eða ætti að komast á, innan tíðar alls staðar. Ekki hafa verið teljandi útköll vegna óveðursins á Austfjörðum í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar