Björgunarsveitir á Austurlandi hafa margar átt annríkt frá því í nótt. Færð er mjög breytileg innan þéttbýlis. Þannig hefur verið mjög þungfært innanbæjar á Vopnafirði og Eskifirði, en ekki sérstaklega í Neskaupstað eða á Egilsstöðum. Fjallvegir eru alls ófærir. Kona í barnsnauð lenti í hrakningum á Oddsskarði í nótt og foktjón er nokkurt, enda hefur verið gríðarlega hvasst og vindur farið upp í 48 m/sek þegar verst var. Veður er lítið farið að ganga niður.
Heilsueflingarverkefnið Heil og sæl í vinnunni, sem Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið standa að, veitti á dögunum fjórum fyrirtækjum/skólum viðurkenningu sem fyrirmyndarvinnustaðir, þ.e. Actavis, leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði, Íslandspósti og Snælandsskóla í Kópavogi.
Bjarmi Hreinsson, sextán ára frjálsíþróttamaður úr Hetti, hefur um
helgina æft með úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands. Alls eru í
úrvals- og afrekshópnum 109 unglingar á aldrinum 15-22 af öllum aldri
til æfinga.
Skólahald fellur víða niður á Austurlandi vegna veðurs. Upplýsingar eru um að ekki verði skóli á Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði, Fellaskóla né á Eiðum. Nú er stórhríð á Norðausturlandi og mjög hvasst á Austurlandi; 25 til 30 m/sek í fjörðum allt frá Höfn og norður úr. Ófært er víðast í fjórðungnum og ekkert ferðaveður. Lögreglan á Vopnafirði segir ófært innanbæjar og biður fólk að vera ekki á ferðinni. Væntanlega má segja hið sama um önnur þéttbýli. Spáð er norðan- og norðvestanátt, víða 15-25 m/s fram eftir degi, snjókomu og hvössu við norðaustur- og austurströndina. Minnkandi norðanátt seint í dag og dregur úr ofankomu. Norðaustan 8-15 og él norðantil seint í kvöld, en él um mest allt land á morgun. Frost 0 til 12 stig.
Í haust stendur til að halda stóra flugslysaæfingu á Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða almannavarnaæfingu og umfangsmikla dagskrá samhliða, svo sem fyrirlestra og námskeið. Allir viðbragðsaðilar sem skilgreindir eru í flugslysaáætlun fyrir Egilsstaðaflugvöll eru boðaðir til æfingarinnar, sem haldin verður af almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Flugstoðum.
Vegfarendur eru beðnir um að afla upplýsinga um færð áður en lagt er upp, því nú er færð tekin að spillast í fjórðungnum. Þar sem fært er, segir Vegagerðin vera krapa eða snjóþekju og mjög hált er með ströndinni. Spáð er norðan- og norðvestanátt, víða 15-25 m/s í nótt og fram eftir degi á morgun, hvassast við norður- og austurströndina. Talsverð snjókoma, einkum á N- og NA-landi, en þurrt að mestu sunnan heiða. Minnkandi norðanátt seint á morgun og dregur úr ofankomu. Frost 0 til 10 stig.
Hinn ízlenski Þursaflokkur og Páll Óskar og hörpuleikarinn Monika
Abendroth, ásamt strengjasveit, eru aðalnúmer tónlistarhátíðarinnar
Bræðslunnar á Borgarfirði eystri sem haldin verður þar helgina 24. –
26. júlí.