Allar fréttir

Brjálað veður á Austurlandi

Björgunarsveitir á Austurlandi hafa margar átt annríkt frá því í nótt. Færð er mjög breytileg innan þéttbýlis. Þannig hefur verið mjög þungfært innanbæjar á Vopnafirði og Eskifirði, en ekki sérstaklega í Neskaupstað eða á Egilsstöðum. Fjallvegir eru alls ófærir. Kona í barnsnauð lenti í hrakningum á Oddsskarði í nótt og foktjón er nokkurt, enda hefur verið gríðarlega hvasst og vindur farið upp í 48 m/sek þegar verst var. Veður er lítið farið að ganga niður.

hreksstaalei_vefur.jpg

Lesa meira

Leikskólinn Lyngholt til fyrirmyndar

Heilsueflingarverkefnið Heil og sæl í vinnunni, sem Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið standa að, veitti á dögunum fjórum fyrirtækjum/skólum viðurkenningu sem fyrirmyndarvinnustaðir, þ.e. Actavis, leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði, Íslandspósti og Snælandsskóla í Kópavogi. leikskolinn_lyngholt.jpg

Lesa meira

Bjarmi í úrvalshóp FRÍ

Bjarmi Hreinsson, sextán ára frjálsíþróttamaður úr Hetti, hefur um helgina æft með úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands. Alls eru í úrvals- og afrekshópnum 109 unglingar á aldrinum 15-22 af öllum aldri til æfinga.

 

Lesa meira

Vonskuveður og ekki ferðafært

Skólahald fellur víða niður á Austurlandi vegna veðurs. Upplýsingar eru um að ekki verði skóli á Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði, Fellaskóla né á Eiðum.  Nú er stórhríð á Norðausturlandi og mjög hvasst á Austurlandi; 25 til 30 m/sek í fjörðum allt frá Höfn og norður úr. Ófært er víðast í fjórðungnum og ekkert ferðaveður. Lögreglan á Vopnafirði segir ófært innanbæjar og biður fólk að vera ekki á ferðinni. Væntanlega má segja hið sama um önnur þéttbýli. Spáð er norðan- og norðvestanátt, víða 15-25 m/s fram eftir degi, snjókomu og hvössu við norðaustur- og austurströndina. Minnkandi norðanátt seint í dag og dregur úr ofankomu. Norðaustan 8-15 og él norðantil seint í kvöld, en él um mest allt land á morgun. Frost 0 til 12 stig.

 veur_net.jpg

Stór flugslysaæfing í haust

Í haust stendur til að halda stóra flugslysaæfingu á Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða almannavarnaæfingu og umfangsmikla dagskrá samhliða, svo sem fyrirlestra og námskeið. Allir viðbragðsaðilar sem skilgreindir eru í flugslysaáætlun fyrir Egilsstaðaflugvöll eru boðaðir til æfingarinnar, sem haldin verður af almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Flugstoðum.

Versnandi veður í fjórðungnum

Vegfarendur eru beðnir um að afla upplýsinga um færð áður en lagt er upp, því nú er færð tekin að spillast í fjórðungnum. Þar sem fært er, segir Vegagerðin vera krapa eða snjóþekju og mjög hált er með ströndinni. Spáð er norðan- og norðvestanátt, víða 15-25 m/s í nótt og fram eftir degi á morgun, hvassast við norður- og austurströndina. Talsverð snjókoma, einkum á N- og NA-landi, en þurrt að mestu sunnan heiða. Minnkandi norðanátt seint á morgun og dregur úr ofankomu. Frost 0 til 10 stig.

97339_63_preview.jpg

Þursarnir og Páll Óskar á Bræðslunni

Hinn ízlenski Þursaflokkur og Páll Óskar og hörpuleikarinn Monika Abendroth, ásamt strengjasveit, eru aðalnúmer tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystri sem haldin verður þar helgina 24. – 26. júlí.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar