Ferðaþjónustan á Austurlandi er sérstaklega viðkvæm nú að mati Auðar Önnu Ingólfsdóttur, hótelstjóra Hótels Héraðs á Egilsstöðum.Hún segir mikla umræðu hafa verið innan keðju Icelandair-hótelanna undanfarið í ljósi efnahagsástandsins og sveigjanleiki að síbreytilegum aðstæðum sé nú lykilatriði. Þetta kom fram á atvinnumálaráðstefnu á Egilsstöðum fyrir skemmstu.
Ásta Hafberg Sigmundsdóttir skrifar: Eftir lestur um hugmyndir að atvinnuuppbygginu í landinu get ég bara ekki orða bundist. Ríkið ætlar að skaffa 4000 störf á árinu, sem er nú bara gott og blessað. Þetta eru störf í byggingariðnaði, gróðrabelta gerð og svo listamannalaun fyrir 180 manns ásamt öðru. Alls ekkert út á þetta að setja og hið besta mál....sem skammtímalausn á þeim vanda sem blasir við okkur í dag.
Það er enn vetur á ísa köldu landi þrátt fyrir að nokkrir hugrakkir tjaldar hafi tyllt sér niður á Austurlandi sem fyrstu vorboðar ársins. Björgunarsveitir hafa haft næg verkefni undanfarna daga við að bjarga ökumönnum úr sköflum á vegum úti. Þakka ber björgunarsveitarfólki óeigingjarnt starf sitt í þágu almannaheilla, þessu fólki sem dag og nótt er tilbúið að fara út í verstu aðstæður til að rétta samborgurum í vanda hjálparhönd.
Verkefnastaða jarðvinnuverktaka á Fljótsdalshéraði er þokkaleg fyrir komandi vor og sumar. Austfirskir verktakar gætu mögulega leitað eftir verkefnum fyrir stóra erlenda aðila eins og Bechtel á erlendri grund.
Valdimar O. Hermannsson skrifar: Á öllum tímum er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt fyrir alla að staldra við og setja sér markmið fyrir komandi framtíð. Þetta á alls ekki einungis við um áramót, þegar fólk gjarnan stígur á stokk og setur sér háleit markmið fyrir árið, um persónulegan árangur í m.a. að taka sig nú á í ræktinni, aukna útivist og að ná betri árangri í vinnu eða íþróttum.