Allar fréttir
Sparisjóður Norðfjarðar óskar eftir aðstoð
Sparisjóður Norðfjarðar er einn sex sparisjóða sem óskað hafa eftir aðstoð ríkisins samkvæmt nýlegum lögum um framlag ríkissjóðs til sparisjóða.
Bikarmót SKÍ í Oddsskarði
Bikarmót Skíðasambands Íslands í flokki 13 til 14 ára verður haldið í Oddsskarði á laugardag og sunnudag. Veðurútlit er með ágætum. Mótið er skipulagt af Skíðafélagi Fjarðabyggðar og fjórir af hátt í níutíu keppendum úr Fjarðabyggð. Keppendur koma af öllu landinu. Nánari upplýsingar um mótstilhögun fást á vefsíðunni www.oddsskard.is.
700IS vika framundan
Hátíðin 700IS hreindýraland.is var formlega opnuð í gærkvöld í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Ávörp fluttu Þórunn Hjartardóttir, verkefnisstjóri hátíðarinnar, Karen Erla Erlingsdóttir, menningar- og frístundafulltrúa Fljótsdalshéraðs og Áslaug Thorlacius, formaður SÍM og myndlistarmaður og opnaði hún sýninguna. Sýndar eru sjö myndbandsinnsetningar í Sláturhúsinu og óhætt að segja að þær eru forvitnilegar og gjörólíkar innbyrðis. Kristín Scheving er sem fyrr framkvæmdastjóri hátíðarinnar og upphafsmaður hennar. Karen Erla færði henni sérstakar þakkir fyrir ferskt og áhrifaríkt framlag til menningarstarfs í þágu sveitarfélagsins.
Ásta Hafberg í fyrsta sæti hjá Frjálslynda flokknum í NA
Kjördæmisráð Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi hefur lokið við framboðslista sinn fyrir komandi kosningar. Fyrsta sæti listans skipar Ásta Hafberg Sigmundsdóttir verkefnastjóri á Fáskrúðsfirði og Axel Yngvason verkamaður á Kópaskeri skipar annað sætið. Kári Þór Sigríðarson búfræðingur frá Akureyri er í þriðja sæti og Eiríkur Guðmundsson nemi á Djúpavogi í því fjórða.
Staðfestur listi Sjálfstæðisflokksins
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti í dag tillögu kjörnefndar um framboðslista flokksins í kjördæminu við þingkosningar í vor.
700IS Hreindýraland hefst á morgun
Alþjóðlega kvikmynda- og myndbandshátíðin 700IS Hreindýraland opnar annað kvöld með pomp og prakt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
700IS hverfist í ár um myndbandsinnsetningar átta listamanna. Fjórir gestasýningarstjórar frá svipuðum hátíðum eru einnig komnir á svæðið og sýna verk sín.
Sjá nánar á vefnum www.700.is. Hér í framhaldinu er birt dagskrá hátíðarinnar.