Allar fréttir

Kaldar strendur og heitir straumar í Sláturhúsinu

Í dag opnaði ný sýning í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu; Kaldar strendur – heitir straumar. Um er að ræða samsýningu tólf íslenskra og norskra listamanna á málverkum, textíl, ljósmyndum og myndbandsverkum. Þau hafa áður verið sýnd á þremur sýningum í Norður-Noregi í tengslum við menningarsamstarf Austurlands og Noregs.

slturhs_vefur.jpg

Lesa meira

Breyttur opnunartími á bæjarskrifstofunni á Norðfirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að frá 1. febrúar næstkomandi verði opnunartími bæjarskrifstofu á Norðfirði frá kl.12:00 – 15:00 alla virka daga. Bæjarskrifstofan er nú opin frá klukkan níu á morgnana til fjögur síðdegis.

Lesa meira

Mikil hálka á vegum

Vegagerðin varar vegfarendur við hálku, hálkublettum og snjóþekju. Flughált er á Jökuldal, Borgarfjarðarvegi og Breiðdalsheiði og sömuleiðis á Fjarðarhhreksstaalei_vefur.jpgeiði. Spáð er ágætu veðri á Austurlandi á morgun, hálfskýjuðu, einhverri úrkomu og hægum vindi frá suðaustri.

Lesa meira

Þetta fólk hefur stolið verðmætum Íslands

Image „Við heimtum kosningar í vor og ég krefst þess af þjóð minni að hún standi upp og geri sig gildandi í umræðunni nú þegar; að hún fari þær leiðir sem færar eru til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Tökum til, við erum þjóðin og við eigum heimtingu á réttlæti og siðbót, annars verður aldrei til nýtt Ísland,“ sagði Björgvin Valur Guðmundsson á mótmælafundi á Egilsstöðum í dag.


Lesa meira

Fáskrúðsfirðingar vilja hafa sitt áhaldahús

Íbúafundur var haldinn á Fáskrúðfirði í gærkvöld og mættu þangað um eitthundrað manns. Auk annarra umfjöllunarefna voru málefni áhaldahúss á Fáskrúðsfirði í brennidepli og mikill hiti í fundargestum, sem mótmæltu því harðlega að leggja ætti áhaldahúsið/þjónustumiðstöðina niður og bjóða út verkefnin.

logo.jpg

Lesa meira

Bæjarráð vill sameina nefndir á Fljótsdalshéraði

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur lagt til við bæjarstjórn að sex nefndir innan sveitarfélagsins verði sameinaðar í þrjár.

Byggingar- og skipulagsnefnd á að sameina þjónustunefnd, íþrótta- og frístundanefnd menningarnefnd og umhverfis- og náttúruverndarnefnd sameinist dreifbýlis- og hálendisnefnd. Talið er að með þessum hætti megi draga verulega úr stjórnsýslulegum útgjöldum bæjarfélagsins. 

fljtsdalshra_lg.jpg

Mótmælafundur á Egilsstöðum

ImageBoðað hefur verið til mótmælafundar í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum kl. 15:00 á morgun. Til fundarins er boðað að fyrirmynd mótmælafunda á Austurvelli í Reykjavík og víðar seinustu mánuði til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í kringum efnahagshrunið og krefjast kosninga. Frummælendur á fundinum á Egilsstöðum verða Björgvin Valur Guðmundsson og Ingunn Snædal.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar