Allar fréttir

Nýr Austurgluggi kominn út

Austurglugginn er stútfullur af skemmtilegu efni að vanda. Má þar geta viðtals við ungt par sem byggir yfir sig hús og býr á meðan í hjólhýsi, frásagnar af magnaðri sjóferð skólabarna úr Brúarási og umfjöllunar um væntanlega Norðfjarðarsögu II, sem rituð er af Smára Geirssyni. Börn eru í brennidepli og sagt er í máli og myndum frá konu sem prjónaði skó úr hári móður sinnar.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi.

42-15343590.jpg

Matur og fjör hófst í dag

Matar- og menningarhátíðin Food and Fun byrjaði í dag og er nú haldin í áttunda skiptið. Sextán erlendir gestakokkar eru komnir til landsins og munu leggja dag við nótt til að elda kræsingar fyrir íslenska sælkera. Hótel Hérað á Egilsstöðum er þátttakandi og þar verða galdraðir fram gómsætir réttir byggðir á völdu íslensku hráefni um helgina.

Lesa meira

Inn og út úr Idolinu

Eskfirðingurinn Sigurður Magnús Þorbergsson hefur undanfarna daga upplifað hringekjuferð í Idol-Stjörnuleit. Hann verður einn af tólf þátttakendum í úrslitunum.

 

Lesa meira

Skilorð fyrir kynferðisbrot

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn hafði ítrekað áreitt andlega fatlaða konu sem kom ekki við vörnum. Hann er heilaskaðaður eftir slys en geðlæknir úrskurðaði að hann væri sakhæfur. Manninum var auk skilorðsdómsins gert að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur og allan málskostnað.

Soffía Lárusdóttir verður ekki meðal frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins

Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi Alþingiskosningum. Hún bauð sig fram í 2. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi í nýafstöðnu prófkjöri flokksins, en hafnaði í 5. sæti. Ástæður þess að hún dregur sig í hlé segir hún vera annir og að ekki hafi orðið sú endurnýjun í forystu flokksins sem hún vonaðist eftir.

soffa_lrusdttir.jpg

Lesa meira

Landlæknisembættið kannar mál læknis

Landlæknisembættið hefur gert athugasemdir við störf yfirlæknis heilsugæslu Fjarðabyggðar. Frá þessu var greint í Svæðisútvarpi Austurlands í dag. Þar kom fram að fundið sé að meðhöndlun sjúklinga og færslum í sjúkraskrár. Sagði Matthías Halldórsson landlæknir í samtali við útvarpið að athugun embættisins væri eingöngu fagleg og kæmi lögreglurannsókn á embættisfærslu yfirlæknisins á engan hátt við.

Lesa meira

Reynsla til að byggja á

Apostol Apostolov, þjálfari kvennaliðs Þróttar Neskaupstað í blaki, segist ánægður með frammistöðu liðsins í úrslitum bikarkeppninnar um seinustu helgi þótt liðið hafi tapað gegn HK.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar