Allar fréttir

Laxeldi Kaldvíkur hlýtur virta umhverfisvottun

Fiskeldisfyrirtækið Kaldvík, áður Ice Fish Farm, hlaut í liðnum mánuði svokallaða ASC-umhverfisvottun fyrir allar sínar eldisstöðvar á Austurlandi. Sú vottun er til marks um sjálfbærni, ábyrgð og gæði í framleiðslu fyrirtækisins.

Lesa meira

Ferðalög fylgja brúðuleikhúsinu

Paragvæska-íslenska brúðuleikhúsið Kunu'u Títeres hefur Evrópuferð sína með sýningum á Egilsstöðum og Eskifirði um helgina. Tess Rivarola á Seyðisfirði er annar tveggja forsprakka brúðuleikhússins en hún segir ferðalög gjarnan loða við þá einstaklinga sem velji sér brúðugerð sem starfsvettvang.

Lesa meira

Enn allir möguleikar á borðinu með kyndingarleiðir fyrir Seyðfirðinga

Stjórn og starfsfólk HEF-veitna liggur enn undir feldi varðandi vænlegustu kyndingarleiðirnar fyrir Seyðfirðinga til framtíðar. Rarik hefur tilkynnt að það hyggist hætta rekstri fjarvarmaveitu sinnar og hefur boðið Múlaþingi að taka við kerfinu. HEF veitur, fyrir hönd Múlaþings, hafa skoðað framtíðarlausnir kyndingar á staðnum.

Lesa meira

Allt nema þungarokk í afmælissöngleik Egilsstaðakirkju

Frumsaminn söngleikur „Hvar er krossinn?“ verður fluttur í Egilsstaðakirkju á morgun sem hluti af hátíðahöldum í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar í ár. Ýmsar tónlistarstefnur mætast í söngleiknum sem ekki heyrast oft í kirkjunni.

Lesa meira

Blak: KA reyndist öflugra í Neskaupstað

Lið KA reyndust talsvert sterkari í leikjum sínum gegn Þrótti en bæði karla og kvennalið félaganna mættust í Neskaupstað á laugardag. KA vann báða leikina 0-3.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar