Ein umsókn barst um embætti prests í Egilsstaðaprestakalli, en frestur til að sækja um starfið rann út í byrjun vikunnar. Hreyfing er á prestum á Austurlandi þar sem nýbúið er að auglýsa lausa stöðu prests í Austfjarðaprestakalli og staða í Hofsprestakalli á leið í slíkt ferli.
Ævintýramaðurinn Nick Kats lagði skútu sinni Teddy vetrarlangt á Djúpavogi eftir að hafa lent í sjávarháska suður af Íslandi fyrir ári. Hann lauk nýverið ferð sinni um Norðuratlantshafið en hann hefur einkum sérhæft í siglingum um norðurslóðir.
Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segist hafa trú á að verktaki, sem sér um almenna sorphirðu fyrir sveitarfélagið, komi skikkan á skipulag sorphirðunnar innan tíðar. Íbúar eru orðnir langþreyttir á að lítið mark sé takandi á sorphirðudagatali. Bæjarráðið greip inn í eftir að verktakinn dreifði svörtum ruslapokum á heimili sem biðu sorphirðu í byrjun vikunnar.
Um 400 nemendur úr grunn- og framhaldsskólum á Austurlandi sóttu fyrstu starfamessu Austurlands sem haldin var í íþróttahúsinu á Egilsstöðum í gær. Verkefnastjóri segir ánægju ríkja eftir daginn.
Samband sveitarfélaga á Austurlandi lýsir áhyggjum að ekki sé búið að kanna nægilega vel áhrif og útfærslu á breyttri gjaldheimtu af umferð með upptöku kílómetragjalds á næsta ári. Gagnrýnir beinist einkum að álagi á þyngri bíla sem komi fram í hærri flutningsgjöldum.
Félagar í AFLi starfsgreinafélagi sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði, greiða nú atkvæði um allsherjarverkfall. Deilan hefur hamlað því að skrifað sé undir samninga við önnur sveitarfélög á starfssvæði AFLs, sem nær frá Langanesi til Hornafjarðar. Deilan er í miklum hnút því félagið íhugar að kæra bæjarstjórann fyrir brot á lögum um vinnudeilur.
Austfirðingar eru ólíklegri til að halda gæludýr en íbúar annarra landshluta, ef marka má nýja spurningakönnun sem Maskína gerði á gæludýraeign Íslendinga.