Þess verður minnst í Vöðlavík á morgun að í ár eru 30 ár liðin frá frækilegu björgunarafreki þyrlubörgunarsveitar varnarliðsins á Keflavík þegar sex skipverjum af Goðanum var bjargað við hrikalegar aðstæður.
Félagsmiðstöðin Ný-ung á Egilsstöðum og Snorri Emilsson, forsprakki gleðigöngunnar á Seyðisfirði, fengu heiðursverðlaun Hinsegin Austurlands sem veitt voru á Regnbogahátíð félagsins um síðustu helgi.
Hlutur sem virðist útskorið leikfanga dýr fannst í byrjun vikunnar í fornleifauppgreftrinum í bæjarstæði Fjarðar á Seyðisfirði. Fjöldi gripa hefur áfram fundist í Firði en uppgreftrinum lýkur síðar í þessum mánuði.
Norðfirðingurinn Elísa Kristinsdóttir endaði önnur í Bakgarðshlaupinu í vor eftir að hafa hlaupið 56 hringi eða alls 375 kílómetra á 56 klukkustundum. Sú frammistaða kemur Elísu á listann yfir 10 bestu bakgarðskonur í heiminum, en slík hlaup fara fram víða um heiminn ár hvert.
Myndir úr safni kvikmyndatökumannsins Þórarins Hávarðssonar verða sýndar á sunnudag á afmælisdegi Eskifjarðar í tilefni af bæjartíðinni Útsæðinu. Hátíðin hefst í dag.
Hvalir hafa sést víða á ferð á Austfjörðum í sumar. Íbúi á Borgarfirði segist aldrei hafa séð jafn mikið líf í firðinum. Mikið sé af smáloðnu í sjónum sem virðist laða að sér hvalina og fleiri dýr.
Vök Baths við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði fagna fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá fyrirtækinu um áramótin þegar Kristín Dröfn Halldórsdóttir tók við af Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur.