Björgunarsveitir hafa síðustu daga tvisvar verið kallaðar út á Seyðisfirði vegna göngufólks í vandræðum. Á Borgarfirði var björgunarsveitin fengin til að bjarga því að bíll ylti á leiðinni úr Húsavík.
Kristján Haukur Flosason gerði sér lítið fyrir um helgina og setti nýtt brautarmet í Urriðavatnssundinu þegar hann lauk 2,5 kílómetra sundinu á 32 mínútum og 43 sekúndum. Það þremur og hálfri mínutu betra en fyrra met.
Hálfdán Helgi Helgason, líffræðingur og starfsmaður Náttúrustofu Austurlands dvaldi í vetur í tvo mánuði á Suðurskautslandinu. Þar vann hann við fuglarannsóknir á vegum Norsku heimskautastofnunarinnar.
Fíkniefnabrotum á Austurlandi fækkaði um 40% á síðasta ári, samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á Austurlandi fyrir síðasta ár. Kynferðisbrot hafa ekki verið færri frá árinu 2015.
Ljósmyndarinn Dagný Steindórsdóttir opnaði nýverið sína aðra einkasýningu á Vopnafirði þar sem hún veltir fyrir sér lífi ókunnugs fólks sem á vegi hennar verður á stöðum þar sem hún er í raun sú ókunnuga.
FHL er komið í tíu stiga forustu í Lengjudeild kvenna og er 12 stigum frá liðunum sem geta ógnað því að það komist upp í úrvalsdeild. Í annarri deild karla hefur toppbaráttan harðnað eftir tvo tapleiki KFA í röð.