Allar fréttir

Þekktur arkitekt með Vök Baths á forsíðu bókar sinnar

Vök Baths prýðir forsíðu bókarinnar “Architecture of Bathing, Body, Landscape, Art” sem er nýkomin út. Bókin er eftir kanadíska arkitektinn Christie Pearson. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar bókin um arkitektúr og hönnun baðstaða.

Lesa meira

Beitir NK fékk akkeri frá skútuöld í vörpuna

Beitir NK fékk forláta akkeri í vörpuna í lok síðasta mánaðar. Beitir var á síldveiðum í sunnanverðu Seyðisfjarðardýpi og fékk þá ankeri í vörpuna. Síldin er veidd með flotvörpu en á daginn heldur hún sig niður við botn og þá er varpan dregin eftir botninum við veiðarnar.

Lesa meira

„Eystra greinist ekkert smit“

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands þakkar Austfirðingum fyrir ábyrga hegðun í Covid-19 faraldrinum síðustu vikur. Ekkert virkt smit er skráð í fjórðungnum í dag.

Lesa meira

Ekki annað í boði en kveðja erlendu leikmennina

Erlendir leikmenn austfirskra knattspyrnuliða tínast nú til sinna heimalanda þótt enn eigi eftir að spila þrjár umferðir af Íslandsmótinu. Formaður Hattar/Hugins segir félögin vart hafa efni á öðru. Þau þrýsta á Knattspyrnusamband Íslands að hætta keppni í neðri deildum.

Lesa meira

Veitustofnanir í Múlaþingi sameinaðar inn í HEF

Sveitarstjórn Múlaþings hefur samþykkt að allar veitustofnanir Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps verði sameinaðar og færðar undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. (HEF).

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar