Allar fréttir

Heldur fækkar í sóttkví

Sex einstaklingar eru í einangrun á Austurlandi vegna virks Covid-19 smits. Tuttugu og tveir eru í sóttkví og hefur þeim heldur fækkað síðustu daga.

Lesa meira

Mjög strangir verkferlar virkjaðir við COVID smit í Norrænu

Linda Björk Gunnlaugsdóttir forstjóri Norrænu segir að mjög strangir verkferlar séu virkjaðir ef COVID smit finnst í ferjunni. Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði í dag. Tveir af farþegum ferjunnar eru með COVID og eru í einangrun um borð.

Lesa meira

Skógarauðlind Austurlands

Um það bil 40 ár eru nú frá því að lögð voru fyrstu drög að sérstöku skógræktarátaki á Fljótsdalshéraði fyrir atbeina ríkisins og með þátttöku bænda og annarra landeiganda. Verkefnið fékk nafnið Héraðsskógar. Áður hafði verið stofnað til nytjaskógaverkefnis á Upphéraði sem nefndist Fljótsdalsáætlun og hófst með gróðurssetningu árið 1970. Þá eru á svæðinu þjóðskógar og fjöldi skógarteiga skógræktarfélaga ásamt náttúrulegum birkiskógum sem finna má víða um landshlutann.

Lesa meira

Tvö fyrirtæki á Austurlandi valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita

Tvö fyrirtæki á Austurlandi, Nielsen restaurant og Sauðagull hafi verið valin af Icelandic Startups til að taka þátt í viðskiptahraðlinum „Til sjávar og sveita - frá hugmynd í hillu". Tíu sprotafyrirtæki voru valin en verkefnið leggur áherslu á sjálfbærar lausnir í landbúnaði og sjávarútvegi. Alls sóttu yfir 70 fyrirtæki um þátttöku í verkefninu.

Lesa meira

Makrílaflinn kominn yfir 100.000 tonn

Vel hefur gengið á makrílveiðunum núna seinnipart sumars. Er aflinn kominn í tæp 110.000 tonn og er því búið að veiða um 2/3 hluta kvótans.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar