Allar fréttir

Allir farþegar Norrænu í sóttkví

Allir farþegar Norrænu sem koma með ferjunni á fimmtudag verða að fara í 5 eða 14 daga sóttkví. Nýjar og hertar reglur um COVID taka gildi á miðnætti. Farþegar sem koma til Íslands frá og með 19. ágúst geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis tekur gildi á miðnætti.

Lesa meira

Mörg hótel og gististaðir á Austurlandi loka í haust

Vegna COVID veirunnar liggur ljóst fyrir að mörg hótel og gististaðir á Austurlandi munu loka í haust. Raunar munu Hótel Hallormsstaður loka þegar eftir næstu helgi en Valaskjálf þann 1. september. Aðrir ætla að bíða aðeins og sjá til fram að mánaðarmótum september/október. Ljóst er að tugir ef ekki hundruð starfsmanna þessara gististaða missa vinnuna.

Lesa meira

Átta virk smit meðal Austfirðinga

Átta virk Covid-19 smit eru skráð á Austurlandi, sem er einu fleira en í gær. Það skýrist af mismunandi skráningu gagna sem nú hefur verið leiðrétt.

Lesa meira

Forstjóri Norrænu segir ástandið skelfilegt

Linda Björk Gunnlaugsdóttir forstjóri Norrænu segir að ástandið sé skelfilegt hjá þeim hvað farþegafjölda varðar í kjölfar hinna hertu COVID reglna og hvernig sumir farþeganna þurfa að bregðast við. Aðeins eru 190 farþegar um borð í ferjunni á leið til Íslands og fækkar sennilega í Færeyjum. Á sama tíma í fyrra voru þetta að jafnaði 1.100 til 1.300 farþegar sem komu í hverri ferð yfir sumarið. Ferjan kemur á morgun, fimmtudag, til Seyðisfjarðar.

Lesa meira

Nær engar líkur að sveitarfélagið kaupi Eiða

Hugsanleg kaup Fljótsdalshéraðs á Eiðum verða rædd á bæjarstjórnarfundi á morgun. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst eru litlar líkur á að sveitarfélagið kaupi svæðið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar