Allar fréttir

Langeygir eftir deiliskipulagi fyrir miðbæ Djúpavogs

Á meðan ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir miðbæ Djúpavogs hamlar það allri framþróun og uppbyggingu atvinnulífsins og það á sama tíma og ferðamannafjöldi á svæðið hefur margfaldast á fáeinum árum.

Lesa meira

Fjarðabyggð stendur sig miður vel að leita sjónarmiða íbúa sinna

Nálega helmingur þátttakenda úr Fjarðabyggð sem þátt tók í nýútkominni Íbúakönnun landshlutanna telur að sveitarfélagið standi sig illa í að leita eftir sjónarmiðum eða skoðunum íbúa sinna. Hlutfall þátttakenda á þessari skoðun á Héraði og í Norður-Múlasýslu er um 34 prósent.

Lesa meira

Breytingar gerðar á Fellaskóla

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt að hafist verði handa við tilteknar breytingar á Fellaskóla í Fellabæ en starfsfólk skólans hefur lengi kvartað yfir þrengslum og plássleysi.

Lesa meira

Vegagerðin segir Múlaþing bera ábyrgð á akstri milli Egilsstaða og Borgarfjarðar

Óvissa er um framhald almenningssamgangna milli Egilsstaða og Borgarfjarðar frá næstu áramótum þar sem Vegagerðin hefur ákveðið að halda ekki áfram akstri á leiðinni. Heimastjórn Borgarfjarðar skorar þess að ákvörðunin verði endurskoðuð en Vegagerðin segir akstur innan sveitarfélags vera á höndum þess.

Lesa meira

Kolefnissporið 113 tonn á hvern íbúa Austurlands

Kolefnisspor hvers íbúa Austurlands er 113 tonn á ári, miðað við nýja úttekt sem kynnt var í gær. Þessi háa tala á sér ýmsar skýringar en að sama skapi er ýmislegt hægt að gera til að lækka hana.

Lesa meira

Landsbyggðarskattur í uppgangi

Skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðist síst vera að minnka. Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu svo sem á póstflutningum og í bankarekstri. Nýjasta útspilið er svo landsbyggðaskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar