Allar fréttir

Sérstakt að varaforsetinn hafi ætlað að bjóða lífskjör alþýðufólks til viðbótar ríkisaðgerðum

Stjórn AFLs starfsgreinasambands segir gagnrýni á miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) fyrir að vilja ekki seinka kjarasamningshækkunum né skerða mótframlag í lífeyrissjóði ósanngjarna því miðstjórnin hafi ekki heimild til þess. Hörð gagnrýni er sett á fyrrum varaforseta sambandsins fyrir að styðja slíkar aðgerðir.

Lesa meira

Aprílgabb: Fljótsdælingar efna til páskaeggjaleitar

Ferðaþjónustuaðilar í Fljótsdal og Ungmennafélagið Þristur, með stuðningi Fljótsdalshrepps, hafa tekið saman höndum um að efna til páskaeggjaleitar í dag. Vítt er til veggja í dalnum og þannig er tryggt að reglum um samskiptafjarlægð verði virtar.

Lesa meira

Undirbúa skimun á Austurlandi

Á vegum Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Íslenskrar erfðagreiningar er verið að undirbúa skimun til að kanna útbreiðslu covid-19 veirunnar. Vonast er til að hægt verði að hefja skimunina á næstu dögum.

Lesa meira

Stefnt að skimunum um helgina

Íslensks erfðagreining, í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands, stefnir að því að skima fyrir covid-19 smiti meðal Austfirðinga um helgina.

Lesa meira

Þegar heilbrigðisforstjórinn malaði Kára Stefánsson í körfubolta

Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, er meðal þeirra sem staðið hafa í eldlínunni austanlands í baráttunni gegn covid-19 veirunni. Stofnunin hefur nú tekið höndum saman við Íslenska erfðagreiningu um að hefja á næstu dögum skimun fyrir útbreiðslu veirunnar í fjórðungnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón og Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins mætast en fyrsta skiptið var á körfuboltavellinum.

Lesa meira

Sjöunda smitið staðfest

Eitt nýtt covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi. Staðfest smit eru því orðin sjö talsins.

Lesa meira

Betri grásleppuveiði en mörg undanfarin ár

Grásleppuvertíðin hefur farið þokkalega af stað að sögn útgerðarmanns á Borgarfirði eystra. Verðhrun á fiskmörkuðum hefur ekki enn komið niður á verðmæti hrogna en vandræði eru að selja fiskinn sjálfan.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar