Allar fréttir

Hroki og ósvífni

Eru engin takmörk fyrir hroka, ósvífni og yfirgangi eins fyrirtækis? Kaldvík er nýtt nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum og var skráð í kauphöllina 28. maí síðastliðinn. Kaldvík lætur ekki deigan síga og birti áróðursauglýsingu um almenn fiskeldisstörf í Seyðisfirði, sem hugsanlega geta þó verið annars staðar.

Lesa meira

Stórafmælishátíð Egilsstaðakirkju afrakstur margra yfir langt tímabil

Stór hópur fólks hefur unnið sleitulítið að því síðan í haust að undirbúa hálfrar aldar afmæli Egilsstaðakirkju sem verður formlega haldið þann 16. júní næstkomandi með viðamikilli hátíðarguðþjónustu. Afmælisveislan byrjar þó óformlega strax á laugardaginn kemur í Sláturhúsi bæjarins.

Lesa meira

Íhuga þrjár varmadæluleiðir fyrir Seyðisfjörð

Af hálfu HEF-veitna er nú verið að rýna í hvað framtíðarorkuverð gæti orðið fyrir fjarvarmaveitur auk þess sem verið er að kanna hvort Orkustofnun geti fjármagnað hluta varmadæluvæðingar fyrir Seyðfirðinga.

Lesa meira

Einstök myndlistarsýning í Löngubúð

Bræður hennar, Ríkharður og Finnur, náðu báðir miklum frama í listheiminum en Anna Jónsdóttir Thorlacius gaf þeim lítt eftir í listsköpun sinni þó minna færi fyrir. Þvert á móti eru verk hennar af náttúru og landslagi úr ullarkembum nánast einstakt fyrirbæri.

Lesa meira

Svavar Knútur: Það geta ekki allir sungið um partýin

Söngvaskáldið Svavar Knútur heldur þrenna opinbera tónleika eina leynitónleika á ferð sinni um Austfirði um helgina. Hann er nýlagður af stað í hringferð um landið til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni. Með henni lýkur hann fimmtán ára tímabili þar sem hann hefur í tónlist sinn fengist á við ýmsar birtingarmyndir sorgarinnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar