Allar fréttir

„Gaman að sjá þær brosa hringinn og rifja upp gömlu góðu taktana"

Nýlega eftir áramót byrjaði Fjóla Þorsteinsdóttir einkaþjálfari á Fáskrúðsfirði með danstíma fyrir eldri borgara. Hugmyndin kviknaði þegar konur sem voru í leikfimitímum hjá henni sáu innslag í sjónvarpinu um svipaða starfsemi. Þær skoruðu á hana og hún lét ekki skora á sig tvisvar og viðbrögðin hafa verið frábær að hennar sögn.

Lesa meira

Ekki hætt að moka þótt fjárhagsramminn sé sprunginn

Kostnaður við vetrarþjónustu á Fljótsdalshéraði fór nokkrum milljónum fram úr áætlun á síðustu metrum nýliðins árs. Bæjarstjórinn segir reynt að bregðast við eftir því sem hægt er í þeirri miklu hálkutíð sem verið hefur undanfarnar vikur.

Lesa meira

Austfirðingar senda Vestfirðingum kveðjur

Bæði bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar og bæjarráð Fjarðabyggðar hafa sent Vestfirðingum hlýjar kveðjur í kjölfar snjóflóðanna í síðustu viku. Um leið er minnt á nauðsyn þess að halda áfram byggingu varnarmannvirkja gegn ofanflóðum um allt land.

Lesa meira

Sextán þorrablót á Austurlandi í ár

Í dag er bóndadagur sem markar upphaf Þorra. Um leið hefst þorrablótatímabilið. Austurfrétt hefur tekið saman yfirlit yfir þorrablót á Austurlandi í ár.

Lesa meira

„Persónulega þjónustan er það sem fólk vill“

Sparisjóður Austurlands, sem hét áður Sparisjóður Norðfjarðar, verður 100 ára í ár. Sjóðurinn var stofnaður 2. maí árið 1920 og hóf starfsemi 1. september það ár. Sparisjóðurinn er einn af fjórum á landinu og sá eini á Austurlandi. Viðskiptavinir hans koma allstaðar af landinu. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar