Allar fréttir

Kortaforrit rata ekki nýja veginn yfir Berufjörð

Dæmi eru um að ferðamenn sem koma til Austfjarða úr suðri keyri yfir Öxi því nýi vegurinn yfir Berufjörð er ekki kominn inn í kortaforrit og staðsetningartæki. Vegagerðin segist lítið geta gert annað en að setja þrýsting á kortagerðarfyrirtæki.

Lesa meira

Vilja vekja athygli á fatasóun

Á degi íslenskrar náttúru setti Umhverfisráð Verkmenntaskóla Austurlands upp fataksiptaslá í skólanum. Þar geta nemendur hengt upp föt sem þau vilja gefa og tekið önnur sem þau vilja eiga. Með vilja þau vekja athygli á fatasóun og veita nemendum tækifæri að  endurnýta fötin.

Lesa meira

Markmiðið að skilja betur lífshlaup laxins

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hyggst veita andvirði 85 milljóna króna á næstu fjórum árum til rannsókna á lifnaðarháttum villta laxastofnsins. Yfirlýst markmið er að skilja betur lífshætti laxins til að geta búið honum betra umhverfi. Til þess þurfi fyrsta flokks rannsóknir.

Lesa meira

Vilja reyna að efla flug um Norðfjarðarflugvöll

Flugfélag Austurlands og Fjarðabyggð hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf á sviði flugrekstrar á Norðfjarðarflugvelli. Flugfélagið, sem stundað hefur útsýnisflug víða um land í sumar, hefur hug á að vera með höfuðstöðvar sínar á Norðfirði í framtíðinni.

Lesa meira

Hreindýraveiðitímabilinu lokið

Hreindýraveiðitímabilinu er lokið í þetta sinn. Veiðar á hreindýrum gengu vel í sumar. Þrátt fyrir brösulega byrjun í upphafi tímabilsins. Alls voru 1326 dýr felld.

Lesa meira

Blessaður

Blessaður ert þú sem ekið hefur Öxi, -hvernig sem viðrar! Fegurðin er ómælanleg. Auk þess er þetta 60 km stytting á Hérað miðað við Fjarðaleiðina. Það takmarkaða fé sem í upphafi var veitt í gerð vegarins upp úr Berufirði hefur verið listilega nýtt, jarðröskun í lágmarki og einstök upplifun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar