Allar fréttir

Vegfarendur hafi enn varann á

Á norðaustanverðu landinu snjóaði víða nú í morgunsárið og vindur var úr norðvestri, 14-19 m/sek. Á Austfjörðum er rigning eða slydda, snjókoma til fjalla og 7-17 m/sek. Hiti rétt ofan við frosmark.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er stórhríð á Fjarðarheiði og 15 m/sek. Skafrenningur, krapi og snjór er á Fagradal og 14 m/sek og hálkublettir á Oddskarði. Öxi er ófær og á Breiðdalsheiði er þæfingur og stendur samkvæmt korti Vegagerðarinnar til að moka þar. Vegfarendur er beðnir að kynna sér færð á vegum áður en lagt er upp.

veur_net.jpg

Lesa meira

Stórt fimleikamót framundan - undirbúningsfundur í dag

Laugardaginn 16. maí verður síðasta fimleikamót vetrarins í 1. deild Fimleikasambands Íslands haldið á Egilsstöðum.  Aðkomufólk gæti orðið á fjórða hundrað talsins og keppendur verða um þrjú hundruð að meðtöldum keppendum fimleikadeildar Hattar. Auður Vala Gunnarsdóttir segir mótið verða eitt af þeim glæsilegri á þessum fimleikavetri sem nú er senn á enda. Mörg af bestu liðum landsins komi til mótsins. Í dag verður í Hettunni á Egilsstöðum haldinn undirbúningsfundur vegna mótsins og þeir sem vilja og geta lagt deildinni lið við undirbúninginn eru boðnir velkomnir. Fundurinn hefst kl. 18.

fimleikar.jpg

Fjöldi fyrirtækja í þrot

Fimm hundruð og áttatíu fyrirtæki í landinu eru komin í greiðsluþrot frá síðustu áramótum og hafa þrjú hundruð og nítján þeirra verið tekin til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt tölum frá Creditinfo eru 78 byggingarfyrirtæki meðal þeirra og 61 fyrirtæki í verslun og þjónustu. Spáir Creditinfo að um þrjú þúsund og fimm hundruð fyrirtæki fari í gjaldþrot á árinu.

wrong_way.jpg

Afrískur galdur í snjókomunni

Leikskólabörn af leikskólanum Tjarnarlandi á Egilsstöðum og mæður þeirra sýndu tilþrif í íþróttahúsi bæjarins í morgun undir villtum trumbuslætti. Var börnum og mæðrum boðið í afró-sveiflu í tilefni af mæðradeginum á sunnudag. Afríska trommutónlistin náði augljóslega vel til krakkanna sem sveifluðu sér í dansinum ekki síður en mömmurnar.

 afró

Lesa meira

Ert þú verðandi kvikmyndastjarna?

Zik Zak kvikmyndir og Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri Astrópíu leita að fólki frá 14 ára og upp úr í aðal- og aukahlutverk kvikmyndar byggðri á sögunni Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson.  Fólk getur komið í Sláturhúsið á Egilsstöðum í dag fram til kl. hálffjögur og látið máta við sig hin ýmsustu hlutverk, meðal annars aðalhlutverk sjálfs Orms Óðinssonar.

filma.jpg

Ökumenn sýni aðgæslu vegna færðar

Á Norðaustur- og Austurlandi er vetrarfærð. Snjóþekja og éljagangur er á Víkurskarði og ófært er á Hólasandi. Snjóþekja og éljagangur er á Mývatnsheiði og þæfingsfærð og skafrenningur á Mývatns - og Möðrudalsöræfum og snjóþekja og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja er á Sandvíkurheiði, Vatnsskarði eystra og einnig út við ströndina. Þæfingsfærð og snjókoma er á Fjarðarheiði og snjóþekja á Fagradal. Hálkublettir og skafrenningur eru á Oddskarði. Snjóþekja er á Breiðdalsheiði og ófært er á Öxi.

enn_snjar_vefur.jpg

 

Lesa meira

Ályktun um húsnæðisskuldir heimilanna

Á fundi sínum 6. maí samþykkti stjórn Neytendasamtakanna svohljóðandi ályktun um húsnæðisskuldir heimilanna:

 

Stjórn Neytendasamtakanna minnir á að allt frá hruni bankakerfisins í byrjun október hefur það verið markmið bæði fyrri ríkisstjórnar og þeirrar sem nú situr að tryggja stöðu heimilanna í landinu og sérstaklega þeirra sem lakast standa.

spilabort.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.