Beint: Höttur: Leiknir
Bein útsending er á rásinni Austurfrétt á Ustream.
Bein útsending er á rásinni Austurfrétt á Ustream.
Höttur er kominn í verulega erfiða stöðu eftir 2-3 tap gegn Leikni Reykjavík í fyrstu deild karla í knattspyrnu í dag. Ýmislegt gekk á í leiknum, furðumark frá miðju, rautt spjald rétt fyrir leikslok og tilfinningar þegar flautað var af. Austurfrétt fangaði mikilvægustu augnablikin.
Davíð Snorri Jónasson, annar þjálfara Leiknis Reykjavík, leyfði sér að fagna 2-3 sigri á Hetti á Vilhjálmsvelli í fallslag fyrstu deildar karla í knattspyrnu í dag. Gestirnir virtust samt halda báðum fótum á jörðinni og gera sér vel grein fyrir að enn er leikur eftir.
Austurfrétt sýnir á morgun leik Hattar og Leiknis Reykjavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu í beinni netútsendingu en útlit er fyrir að leikurinn verði hreinn úrslitaleikur um hvort liðið haldi sæti sínu í deildinni. Fjarðabyggð leikur einnig úrslitaleik um veru sína í annarri deild karla á morgun.
Möguleikar Leiknis á að komast upp í aðra deild karla í knattspyrnu virðast nánast úr sögunni eftir 5-1 tap fyrir Sindra í fyrri viðureign liðanna um helgina. Staða Fjarðabyggðar í fallbaráttu deildarinnar versnaði enn.
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Hattar, var að vonum súr eftir 2-3 tap fyrir Leikni Reykjavík í fallslag fyrstu deildar karla í knattspyrnu á Vilhjálmsvelli í dag. Hattarliðið er þar með komið í fallsætið og erfiðan leik í lokaumferðinni. Eysteinn viðurkenndi að gestirnir úr Breiðholti hefðu einfaldlega verið betri í dag.
Austurfrétt sýnir á morgun leik Hattar og Leiknis Reykjavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu í beinni netútsendingu en útlit er fyrir að leikurinn verði hreinn úrslitaleikur um hvort liðið haldi sæti sínu í deildinni. Fjarðabyggð leikur einnig úrslitaleik um veru sína í annarri deild karla á morgun.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.