Fyrstu leikirnir um sjómannadagshelgina
Fyrstu knattspyrnuleikirnir á Austurlandi á þessari leiktíð verða um sjómannadagshelgina þegar bikarkeppni Knattspyrnusambandsins hefst. Ekki verður leikið í Íslandsmótinu eystra fyrr en í lok júní.Körfuknattleikur: Höttur kominn upp í úrvalsdeild
Höttur mun spila í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð. Þetta er niðurstaðan Körfuknattleikssambands Íslands í kjölfar samkomubanns til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar. Þjálfari Hattar segir skrýtið að taka við titlinum við þessar aðstæður en liðið verðskuldi úrvalsdeildarsætið eftir þrotlausa vinnu.Langstærstu félagaskipti í sögu Hattar
Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur samið við Hött um að leika með liðinu í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. Þjálfari liðsins segir Sigurð Gunnar koma með mikla reynslu en hann á að baki tæplega 60 landsleiki auk þess að hafa fimm sinnum orðið Íslandsmeistari.Tinna Rut í raðir Lindesberg
Tinna Rut Þórarinsdóttir, tvítug blakkona úr Þrótti Neskaupstað, skrifaði í síðustu viku undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Lindesberg og mun leika með því næsta vetur.Þróttur Nes skrefi nær íslandsmeistaratitli
Um helgina fóru fram leikir í Mizunodeildum karla og kvenna í blaki. Þróttur Neskaupstað tók á móti liði Álftaness. Karlalið Þróttar sigraði báða sína leiki en hjá konunum unnu liðin sitt hvorn leikinn.