Ellefu marka leikur í Fjarðabyggð: Aldrei lent í svona leik
Ellefu mörk voru skoruð í leik Fjarðabyggðar og Kára í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag þegar liðin mættust í annarri deild karla í knattspyrnu. Fjarðabyggð skoraði sjö markanna en gestirnir fá Akranesi fjögur. Þjálfari Fjarðabyggðar segir leikinn hafa verið stórskemmtilegan en hann þurfi að fara yfir varnarleik síns liðs.Sverrir og Sigríður fljótust í Urriðavatnssundi
Sverrir Jónsson og Sigríður Lára Guðmundsdóttir komu fyrst í mark í Urriðavatnssundinu sem synt var síðasta sunnudag. Sverrir synti 2,5 km sundið á tímanum 36:54,63 mín., og var þremur mínútum á undan næsta manni. Sigríður Lára varð fyrst í kvennaflokki á tímanum 42:27,97 mín.Leiknir skoraði sex mörk gegn Tindastóli
Leiknir vann góðan 6-0 sigur á Tindastóli þegar heil umferð var leikinn í annarri deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Á Eskifjarðarvelli ringdi bæði vatni og mörkum þegar Fjarðabyggð og Þróttur Vogum gerðu 4-4 jafntefli.Tour de Ormurinn á morgun
Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin á morgun í áttunda sinn. Vegfarendur á svonefndum Fljótsdalshring eru beðnir um að gæta varúðar þar sem hjólreiðafólkið verður á ferðinni.Barðneshlaup þreytt í 23ja sinn
Hið árlega Barðneshlaup verður þreytt í 23ja sinn á laugardag. Tvær vegalengdir eru í boðinu eru í hlaupinu en keppendur eru ferjaðir með bátum í rásmarkið.Guðný Gréta Íslandsmeistari í bogfimi
Guðný Gréta Eyþórsdóttir frá Fossárdal í Berufirði vann í sumar Íslandsmeistaratitil í sveigboga kvenna.