Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í þriðja sinn á morgun. Upphaf og endir keppninnar verður að þessu sinni í miðbæ á Egilsstaða. Takmarkanir verða á umferð þar af þeim sökum.
Biðlisti hefur myndast á árleg golfmót Golfklúbbs Norðfjarðar og Síldarvinnslunnar sem haldið er á Grænanesvelli á Norðfirði um helgina í tilefni af Neistaflugi.
Höttur komst upp í annað sæti þriðju deildar karla í knattspyrnu í gær þegar liðið vann Hamar á Vilhjálmsvelli 2-1. Leiknir heldur samt toppsætinu þar. Fjarðabyggð situr enn sem fastast í efsta sæti annarrar deildar.
Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í þriðja sinn laugardaginn 9. ágúst. Í keppninni verður hjólað umhverfis Lagarfljótið. Keppnisvegalengdirnar eru tvær, 68 km hringur og 103 km.
Þrír félagar úr Gleipni – Fangbragðafélagi taka þátt í sínu fyrsta móti í brasilísku jiujitsu-móti um helgina. Austfirðingar hafa ekki áður keppt í greininni.
Höttur og Einherji áttust við í grannaslag í 3. deild karla í knattspyrnu á Vilhjálmsvelli í gær. Veður var fínt og stemmningin var góð. Mikill fjöldi Vopnfirðinga fylgdi sínum mönnum til Egilsstaða. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið enda Höttur í baráttu um sæti í 2. deild og Einherji að reyna að forðast fall.
VHE átti hæsta boð í áritaða treyju Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Tottenham og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, á uppboði til styrktar 6. flokki Hattar/Fjarðabyggðar.
Höttur og Fram gerði 1-1 jafntefli í litlausum leik á Egilsstöðum í fyrstu deild kvenna á föstudag. Glæsimark Fanneyjar Kristinsdóttur undir lokin bjargaði stiginu fyrir heimastúlkur.