Annað hvort Höttur eða Leiknir mun hampa deildarmeistaratitlinum í þriðju deild karla í knattspyrnu á morgun á sama tíma og örlög Einherja í deildinni ráðast. Fjarðabyggð tekur á móti deildarmeistaratitli annarrar deildar.
Allur ágóði af síðasta greinamóti sumarsins í frjálsíþróttum rennur til frjálsíþróttamannsins Daða Fannars Sverrissonar sem slasaðist alvarlega í bílslysi fyrir skemmstu. Meðal annars verður keppt í furðufataboðhlaupi.
Nýsjálendingar vöktu nokkra athygli á Heimsmeistaramótinu í körfuknattleik sem stendur nú yfir á Spáni. Fyrrverandi leikmaður Hattar fékk að spreyta sig á móti NBA stjörnum.
Karlalið Fjarðabyggðar tryggði sér um helgina sæti í fyrstu deild næsta sumar með 2-3 sigri á Gróttu en liðin tvö hafa barist um toppsætið í sumar. Huginn á enn tölfræðilega möguleika á að fylgja með. Höttur og Leiknir eru enn í lykilstöðu í þriðju deild karla en austfirsku liðin fara ekki í umspil í fyrstu deild kvenna.
Félagar úr Gleipni – Fangbragðafélagi náðu ágætum árangri á sínu fyrsta móti í brasilísku jiujitsu fyrir skemmstu. Ekki er vitað til þess að Austfirðingar hafi áður keppt í greininni.
Fjarðabyggð tryggði sér um helgina sigur í annarri deild karla með 1-1 jafntefli við Huginn í Austfjarðaslag. Höttur tók toppsætið af Leikni í þriðju deild og Einherji komst upp úr fallsæti.
Ólafur Bragi Jónsson, akstursíþróttamaður í START, Fljótsdalshéraði, varði um helgina heimsmeistaratitil sinn í torfæruakstri en mótið fór fram á Akureyri. Þá vann hann einnig fimmtu og sjöttu umferð Íslandsmótsins sem haldin var um leið.
Fjarðabyggð náði efsta sætinu í annarri deild karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Njarðvík á Eskifjarðarvelli og er nú aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í fyrstu deild. Þrátt fyrir góðan sigur hefði þjálfarinn viljað sjá meiri ákveðni í liðinu.