Höttur og Leiknir eru í efstu sætum þriðju deildar karla í knattspyrnu eftir sigra um helgina. Höttur tók á móti Magna frá Grenivík á föstudagskvöld og þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í blíðskaparveðri á Egilsstöðum.
Hjólreiðamenn Hleðsluliðsins og Workforce A voru fyrstir í Wow Cyclothon hjólreiðakeppninni til að hjóla í gegnum Egilsstaði tæpum sólarhring eftir að þeir voru ræstir af stað úr Reykjavík.
Viðar Örn Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá Hetti um tvö ár. Þrír byrjunarliðsmenn frá síðustu tímabilum hafa skipt yfir í úrvalsdeildarlið.
Aron Gauti Magnússon, sem í vikunni skipti úr Fjarðabyggð í Hött, verður gjaldgengur með Egilsstaðaliðinu í kvöld þegar það tekur á móti Magna frá Grenivík í toppslag þriðju deildar karla í knattspyrnu. Aron Gauti segist hafa gengið til liðs við Hött í von um fleiri tækifæri með meistaraflokki.
Fjarðabyggð tekur á móti Gróttu á morgun í uppgjöri tveggja efstu liðanna í annarri deild karla í knattspyrnu. Hetti gengur vel í 1. deild kvenna og vann stórsigur á Sindra í vikunni.
Skipuleggjendur torfærukeppni sem haldin verður í Mýnesgrús við Egilsstaði á morgun vonast eftir miklum tilþrifum og harðri keppni þeirra sem mæta til leiks. Um verður að ræða einhverja fjölmennustu keppni ársins.
Um sextíu börn sóttu í dag handknattleiksæfingar með landsliðsmönnunum Björgvini Páli Gústafssyni, Aroni Pálmasyni og Guðjóni Val Sigurðssyni á Egilsstöðum. Guðjón Valur segir þremenningana hafa fundið fyrir hlýjum móttökum.