Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústafsson og Aron Pálmason, landsliðsmenn í handknattleik, leggja í dag af stað í ferð um landið til að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins og kynna handknattleik. Egilsstaðir verða fyrsti viðkomustaðurinn í ferðinni.
Hestamannafélagið Blær á Norðfirði heldur sína árlegu æskulýðsdaga á Kirkjubólseyrum um helgina. Dagskrá hefst í fyrramálið og eru 30 krakkar skráðir til leiks.
Aðeins einn leikur verður á austfirskum knattspyrnuvöllum um helgina en Fjarðabyggð tekur á móti Völsungi í annarri deild karla. Liðin leika annars á útivelli.
Huginn náði í þrjú dýrmæt stig þegar liðið vann ÍR 2-1 á Seyðisfjarðarvelli á laugardag. Segja má að heimamenn hafi stolið sigrinum með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok því þangað til höfðu Huginsmenn aðallega hafst við á eigin vallarhelmingi.
Leikur Einherja og Hattar í 3. deild karla í knattspyrnu var grannaslagur með öllu sem því fylgir. Þjálfari og fyrirliði heimamanna eru fyrrum leikmenn Hattar auk þess sem samstarf hefur verið með liðunum um yngri flokka og því þekkjast menn ansi vel.
Það voru einungis 13 leikmenn Fjarðabyggðar í hóp þegar þær heimsóttu Hött á Fellavelli í gær.Frá fyrstu mínútu sást hvort liðið væri betra og ætlaði sér sigur.
Höttur getur komist í efsta sæti B-riðils fyrstu deildar kvenna þegar liðið tekur á móti Álftanesi. Gestirnir leika tvo leiki á Austurlandi um helgina. Huginn á heimaleik í annarri deild karla og Einherji í þriðju deildinni þar sem Höttur og Leiknir hvíla.
Leikur Fjarðabyggðar og Völsungs hófst korteri eftir áætlaðan tíma. Ástæðan var víst sú að völlurinn sem dómarar héldu fyrst að væri of stór, var skakkur. Það er, hann var breiðari við annað markið og munaði víst einhverjum metrum þar á.
Þríþrautarkeppni fer fram á Eskifirði í fimmta sinn á morgun. Stjórnandi keppninnar segir fólk sækjast í hana því það vilji ögra sjálfu sér. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en í ár.