Höfundur: Garðar og Ásbjörn Eðvaldssyni • Skrifað: .
ÍR og Fjarðabyggð mættust í toppbaráttu helgarinnar í 2. deild karla í knattspyrnu á Eskifirði á laugardag. Tíðindalaus leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.
Innkoma þjálfara Hugins, Brynjars Skúlasonar, á völlinn í leik liðsins gegn Fjarðabyggð á Eskifirði í gærkvöldi gerði gæfumuninn þar sem hann lagði upp jöfnunarmarkið í leik sem Seyðfirðingar áttu fá færi í.
Kvennalið Fjarðabyggðar hefur tekið umtalsverðum framförum eftir því sem á hefur liðið sumarið. Þær dugðu samt ekki til að hafa stig af Hetti í Austfjarðaslag liðanna á Norðfjarðarvelli á fimmtudagskvöld.
Sigurður Haraldsson úr Leikni Fáskrúðsfirði sigraði í fjórum greinum á Landsmóti 50+ sem haldið var á Húsavík fyrir skemmstu. Fimm keppendur frá UÍA tóku þátt í mótinu að þessu sinni.
Það var þungt yfir Eskifirði í kvöld, rétt eins og það hefur verið þungt yfir heimamönnum í Fjarðabyggð eftir jafntefli þeirra við Huginn í annarri deild karla í knattspyrnu í kvöld.
Það var ágætlega mætt á Búðagrund en veðrið var gott og ekki spillti fyrir að leikur Leiknis og Hattar skaraðist ekki á við undanúrslitaleik Hollands og Argentínu. Sem betur fer fyrir áhorfendur var leikur Leiknis og Hattar meiri skemmtun en viðureign Messi og sköllótta varnarmannsins í Aston Villa.
Aðstoðarþjálfari Fjarðabyggðar segir liðsmenn svekkta að hafa ekki náð auknu forskoti á toppi annarrar deildar karla í knattspyrnu í kvöld eftir að hafa fengið á sig jöfnunarmark í Austfjarðaslag gegn Huginn á Eskifirði skömmu fyrir leikslok.
Átján keppendur, þar af tveir Austfirðingar, mættu til leiks í Egilsstaðatorfærunni sem fram fór í Mýnesgrús um síðustu helgi. Þeir sýndu á köflum stórglæsileg tilþrif þótt misvel gengi að keyra þrautirnar.