Höttur burstaði Grafarvogsliðið Vængi Júpíters 123-56 í fyrstu deild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í gærkvöldi. Yngri leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig í leiknum.
Þróttur Neskaupstað komst á laugardag í efsta sæti Mikasa-deildar karla í blaki eftir tvo 3-2 sigra á Stjörnunni. Báðir leikirnir stóðu í rúma þrjá klukkutíma.
Karlalið Þróttar mun leggja til atlögu við efsta sætið í Mikasa-deildinni um helgina þegar liðið mætir Stjörnunni í tveimur leikjum í Neskaupstað. Karlalið Hattar í körfuknattleik á erfiðan leik fyrir höndum á Akranesi í dag.
Hlöðver Hlöðversson, þjálfar karlaliðs Þróttar í blaki, var sigurreifur eftir að liðið náði efsta sæti Mikasa-deildar karla með tveimur sigrum á Stjörnunni um helgina en Garðabæjarliðið var taplaust fyrir leikina.
Seyðfirsku bræðurnir Kristján Smári og Jón Kolbeinn Guðjónssyni eru þessa stundina á leið keyrandi til Zagreb þar sem seinni leikur Íslands og Króatíu um laust sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári fer fram í kvöld. Þeir vonast til að upplifa sömu stemmingu á vellinum og þeir eru fanir frá Seyðisfirði.
Leikur Hattar gegn Hamri var hvorki sérstaklega skemmtilegur né spennandi. En þrátt fyrir það geta heimamenn fagnað öruggum sigri á frekar slöppu liði Hvergerðinga.
Makedóníumaðurinn Gjoko Illjovski skrifaði í gær undir eins árs samning um þjálfun þriðju deildar liðs Hattar í knattspyrnu. Við sama tækifæri framlengdi Sigríður Baxter samning sinn um þjálfun kvennaliðsins. Nýir þjálfarar verða einnig við stjórnvölin hjá Leikni á Fáskrúðsfirði og Kvennaliði Fjarðabyggðar næsta sumar.
Þjálfari kvennaliðs Þróttar í blaki segir liðið koma heim reynslunni ríkara eftir þrjá leiki á Norðurlandamótinu í blaki. Liðið virðist helst skorta leikæfingu.