Rokkarnir eru þagnaðir ...

Þótt ekki sé haft hátt um pólitík þessa dagana er öllum ljóst að það verða sveitarstjórnarkosningar í vor. Nokkrir valinkunnir pólitíkusar hafa tilkynnt að þeir gefi kosta á sér til að leiða lista síns félags, en enginn hefur lýst vilja sínum til að vera í öðrum sætum.
Öðru vísi er farið með fjóra efstu menn Fjarðalistans, sem er vettvangur félagshyggjufólks í Fjarðabyggð og á núna fjóra menn í bæjarstjórn og myndar meirihluta með Framsóknarflokknum. Að sögn Austurgluggans og svæðisútvarpsins sáluga haf þeir allir tilkynnt að þeir gefi ekki kost á sér á framboðslista í vor. Það eru ekki góðar fréttir að allir bæjarfulltrúarnir skuli hætta samtímis. En hvað veldur? Getur verið að vinnuálag á þá sem sinna sveitarstjórnarmálum í minni sveitarfélögum sé svo mikið eða menn svo önnum kafnir við störf sín að ekki gefst tími til að sinna félagsmálum, eða eru þeir illa skipulagðir? Nei málið er að sveitarstjórnarstörf fara engan veginn saman við vinnu almennra launþega, sveitarstjórnarstörfin virðast því aðeins vera fyrir betur setta, ríkt fólk, sem getur haft þessi störf sem hobbý.

 

Lesa meira

Um illa meðferð á búfé

Tilefni þessa bréfs  er  meðal annars að svara að hluta fullyrðingum í grein sem birt var í Fréttablaðinu þann 22.desember síðastliðinn þar sem ábúandi að Stórhóli í Álftafirði, Stefanía Lárusdóttir, sem dæmd var fyrir illa meðferð á skepnum fyrir skömmu, leyfir sér að halda því blákalt fram að það hafi aldrei verið svelt skepna að Stórhól. Í öllu falli verður heldur ekki látið hjá líða í framhaldi að velta fyrir sér stöðu dýraverndar í landinu þegar kemur að búfjárhaldi.

 

Lesa meira

ME áfram í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið áfram í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir 22-19 sigur á liði Menntaskólans við Sund í gærkvöldi.

Lesa meira

Ríkisútvarp allra landsmanna

Jónína Rós GuðmundsdóttirMikið hefur verið rætt og skrifað um fyrirhugaðar sparnaðarleiðir útvarpsstjóra.  Þær eru eðli málsins samkvæmt umdeildar og erfiðar, uppsagnir fjölda reyndra starfsmanna um allt land valda usla og í raun sorgarviðbrögðum ekki síst á minni stöðum þar sem hvert starf er svo mikilvægt.

 

Lesa meira

Um blaðið

Austurglugginn Héraðsfréttablað

Búðareyri 7

730 Reyðarfjörður 

Sími: 477-1750

Fax:  477-1756

Auglýsingasími: 477-1571

Fréttaskot: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Auglýsingar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ritstjóri: Ragnar Sigurðsson

Nýr ritstjóri fréttavefsins

Gunnar Gunnarsson hefur tekið að sér ritstjórn fréttavefsins Austurglugginn.is en Austurnet hefur tekið fréttavefinn upp á sína arma. Fleiri fréttaritarar, dálkahöfundar og aðrir hjálparkokkar verða fengnir að vefnum á næstu vikum og mánuðum um leið og framtíðarstefna hans og umhverfi verða mótuð nánar.

Lesa meira

Umferðaröryggi

Jónína Rós GuðmundsdóttirÉg sat fund Umferðarráðs í dag í fyrsta sinn í langan tíma. Það var fróðlegt. Kynnt var námsefni í umferðarfræðslu fyrir framhaldsskólanema, sem hugsað er til notkunar í lífsleikni, mér fannst efnið afar áhugavert og trúverðugt og trúi vart öðru en að það veki ungmenni til umhugsunar og vitundar um mikilvægi þess að vera vandaður ökumaður.

 

Lesa meira

Fyrirvaralaus lokun á fölskum forsendum

Ágætu landsmenn. Fyrir hönd margra íbúa sveitarfélagsins Fjarðabyggðar eru þessi orð sett á blað. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar staðfesti þann gjörning bæjarráðs að loka bæjarskrifstofunum á Norðfirði í desember. Ákvörðun þessari var haldið til streitu þrátt fyrir fjölmennan íbúafund sem haldinn var á Norðfirði föstudaginn 4.desember s.l. til að mótmæla lokun bæjarskrifstofunnar þar og vinnubrögðunum sem viðhöfð voru auk harðra mótmæla starfsmanna sem þar unnu.

 

Lesa meira

Þáttaskil á fréttavefnum

Nú um áramótin verða þáttaskil í rekstri fréttavefsins austurglugginn.is. Ritstjóri austfirska fréttablaðsins Austurgluggans, Steinunn Ásmundsdóttir, sem hefur undanfarna 15 mánuði sinnt fréttaskrifum á vefinn í sjálfboðavinnu til hliðar við fullt starf sitt að fréttablaðinu, mun nú hverfa frá vefskrifum og einbeita sér að blaðinu. Steinunn þakkar lesendum vefsins samfylgdina þennan tíma og óskar Austfirðingum og landsmönnum öllum farsældar og samstöðu á nýju ári.

flugeldasning.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar