L-listi fullveldissinna vill að ríkið stofni sérstakan sjóð sem yfirtekur fasteignir þeirra fjölskyldna sem hafa skuldsett sig umfram fjárhagslega getu. Fyrri eigendur fái síðan forleigurétt og forkaupsrétt að eignunum. Aðferð þessi er þekkt og var notuð hér á landi með góðum árangri í Kreppunni miklu á fjórða áratug 20. aldar.
Ferðaþjónustan á Austurlandi er sérstaklega viðkvæm nú að mati Auðar Önnu Ingólfsdóttur, hótelstjóra Hótels Héraðs á Egilsstöðum.Hún segir mikla umræðu hafa verið innan keðju Icelandair-hótelanna undanfarið í ljósi efnahagsástandsins og sveigjanleiki að síbreytilegum aðstæðum sé nú lykilatriði. Þetta kom fram á atvinnumálaráðstefnu á Egilsstöðum fyrir skemmstu.
Hönnunar- og gæðanám á vegum Þekkingarnets Austurlands og Menningarráðs Austurlands hefst 26. mars og stendur fram til 27. maí. Um er að ræða nám fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna við handverk og smáiðnað til að bæta þekkingu á sviði hönnunar, markaðssetningar og gæða. Námið er ætlað fólki sem vinnur í mismunandi hráefni svo sem tré, járn og textíl.
Það er enn vetur á ísa köldu landi þrátt fyrir að nokkrir hugrakkir tjaldar hafi tyllt sér niður á Austurlandi sem fyrstu vorboðar ársins. Björgunarsveitir hafa haft næg verkefni undanfarna daga við að bjarga ökumönnum úr sköflum á vegum úti. Þakka ber björgunarsveitarfólki óeigingjarnt starf sitt í þágu almannaheilla, þessu fólki sem dag og nótt er tilbúið að fara út í verstu aðstæður til að rétta samborgurum í vanda hjálparhönd.
Valdimar O. Hermannsson skrifar: Á öllum tímum er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt fyrir alla að staldra við og setja sér markmið fyrir komandi framtíð. Þetta á alls ekki einungis við um áramót, þegar fólk gjarnan stígur á stokk og setur sér háleit markmið fyrir árið, um persónulegan árangur í m.a. að taka sig nú á í ræktinni, aukna útivist og að ná betri árangri í vinnu eða íþróttum.
Sigurjón Þórðarson skrifar: Í fréttaskýringaþætti RÚV upplýstist hve grænir Íslendingar geta verið fyrir lymskulegum áróðri græningja. Verksmiðjustjórinn vildi nokkuð örugglega gera vel við erlenda fréttamenn og frændur sem sýndu fiskimjölsverksmiðjunni áhuga. Fréttamennirnir þökkuðu fyrir sig og klipptu saman glannaleg ummæli og kjánaaðfarir verksmiðjustjórans við veiðar. Tilgangurinn var eflaust að undirstrika hvers konar umhverfishryðjuverk færu fram á Íslandi.
Ásta Hafberg Sigmundsdóttir skrifar: Eftir lestur um hugmyndir að atvinnuuppbygginu í landinu get ég bara ekki orða bundist. Ríkið ætlar að skaffa 4000 störf á árinu, sem er nú bara gott og blessað. Þetta eru störf í byggingariðnaði, gróðrabelta gerð og svo listamannalaun fyrir 180 manns ásamt öðru. Alls ekkert út á þetta að setja og hið besta mál....sem skammtímalausn á þeim vanda sem blasir við okkur í dag.